Andvari - 01.07.1962, Síða 21
ANDVAIU
ÍSLENZKUR DÝRGRIPUR í HOLLENZKU SAFNI
131
Refilsaumad altarisklæði úr Hóbdómkirkju, nií í Þjóðminjasafni íslands (Þjms. 4380, b).
Heimildir um gripi íslenzkra kirkna fyrr
á öldum er helzt að finna í gömlum
kirkjumáldögum og vísitazíum; eru til
máldagar allt frá fyrri hluta 12. aldar. Oft
reynast þessar heimildir þó takmarkaSri
og ógleggri en æskilegt væri. Svo var til
dæmis, þegar hafin var leit að kirkjum,
sem áttu refilsaumuð altarisklæði. Varð
þá ljóst, að orðið refilsaumur var fyrst
notað, að því er bezt varð séð, árið 1550
í svonefndu Sigurðarregistri, skrá um eig-
ur Hólastóls.15 Takmarkaðist því leitin
að mestu við tímabilið eftir siðaskipti.
Ekki var unnt að komast að öruggri
niðurstöðu um upprunastað þrenningar-
klæðisins. Athuganir á vísitazíunum
íeiddu í Ijós, að einhvern tíma á tímabil-
inu 1550 fram yfir aldamótin 1800 voru
til refilsaumuð altarisklæði í nítján kirkj-
um. Atta þessara klæða eru ennþá til svo
vitaÖ sé, auk eins, sem ekki fannst með
vissu um getiÖ í vísitazíum. Hinsvegar
voru í tveimur kirkjum, Hóladómkirkju
og Grenjaðarstaðakirkju, fleiri en eitt
refilsaumað klæði, en sitt klæðið úr hvorri
kirkju er ennþá til. Samkvæmt ofan-
greindu voru því þeir möguleikar fyrir
hendi, að altarisklæðið í Enschede væri
frá einni af þrettán kirkjum. Klæðum í
tveimur þessara kirkna18 var þannig lýst,
að ekki gat þar verið um klæði með þrenn-
ingarmynd að ræða. í vísitazíum þriggja
kirkna17 var refilsaumsklæÖanna ekki get-
ið eftir árið 1700, í vísitazíum þriggja ann-
arra18 ekki eftir 1760 og í vísitazíum enn
tveggja10 ekki eftir aldamótin 1800. Eru
síðustu ummæli vísitazíanna um þessi
klæði flest á einn veg: altarisklæði gat-
slitið,20 altarisklæði „alslitið og fánýtt"21
eða „ærið gamalt og fánýtt",22 „altaris-
klæðisslitur",23 og altarisklæði „skrifast
öldungis úr vegna fúa og fordjörfunar".24
í úttektum Hólastaðar mátti sjá, að eftir
1765 var aðeins eitt refilsaumaÖ altaris-
klæði í dómkirkjunni,25 en í vísitazíum
Grenjaðarstaðakirkju virtist koma fram,