Andvari - 01.07.1962, Page 22
132
ELSA E. GUUJONSSON
ANBVAIU
íslenzh silfurpatína frá Mihlabæ í Blönduhlíð, nú í Þjóðminjasafni íslands (Þjms. 6168).
Ljósm.: hlanns Reich.
að úr öðru refilsaumsklæðinu, sem þar
var, hefði verið gert borð á sessu í skrifta-
stól kirkjunnar á tímabilinu frá 1787 til
1811.20
Er þá aðeins ótalin ein hinna þrettán
kirkna: Múlakirkja í Aðaldal. Þar var
ennþá árið 1828 til altarisklæði af relil-
saumi, að vísu „gamalt og götótt",27 eins
og komizt var að orði í vísitazíunni. Þó
virðast mestar líkur til, að þar sé um að
ræða klæðið í Enschede, því að klæðið í
Múla er eina refilsaumaða altarisklæðið,
sem nefnt var í vísitazíu eftir 1800, en
hefur ekki varðveitzt, svo vitað sé. Gegnir
raunar nokkurri furðu, ef það hefur glat-
azt, því að snemma á 19. öld kom upp
áhugi á að halda forngripum til haga.
Lýsti hann sér meðal annars í því, að forn-
leifanefndin danska hóf á öðrum tug ald-
arinnar að leita bréflega eftir fornminjum,