Andvari

Árgangur

Andvari - 01.07.1962, Síða 30

Andvari - 01.07.1962, Síða 30
140 GUÐMUNDUR DANÍELSSON ANDVARI ekki nauðsynlegt að neinn heyrði það, hvað þá anzaði ]iví, hann gekk út að glugganum, strauk af honum móðu og gáði til lofts. Maðurinn horfði á eftir honum andartak, eins og hann byggist við að fá fréttir af veðurútlitinu, reis síðan sjálfur á fætur ásamt syni sínum. Drengurinn leit snöggt til föður síns, spyrjandi, augu þeirra mættust sem snöggvast, síðan urðu þeir samferða út. Það hafði verið frost um nóttina, forin frá í gær orðin að hörzli á hlaðinu, krökk af allavega skældum fótsporum manna og dýra, en kannski ekki lengur frost núna, bara kaldrænn gustur utanmeð fjallinu, og loftið skýjað, nema langt og mjótt blóðrautt rof yfir fjöllunum í austri, þar sem vakaði fyrir morgunsól. „Sjáðu hrafnana, pabbi!“ sagði drengurinn, þeir voru komnir fyrir hús- hornið svo að nú hlasti kirkjan við þeim: á krossi kirkjuturnsins sat hrafn og annar lyfti sér rétt í þessu upp af kórþakinu, þeir heyrðu greinilega þegar hann spyrnti klónum í járnið, eins og gníst væri tönnum, fáein augnablik lét hann austanvindinn halda sér á lofti, kyrrum á sama stað uppi yfir burstinni, en renndi sér síðan sniðhallt niður og súður í kirkjugarðshornið og hvarf þar bak við leg- stein. Hrafninn á turnkrossinum krunkaði, en sat kyrr og fór að brýna gogginn. „Hinhvur er feigur, einhvur verður grafinn hér bráðum,“ sagði drengurinn, „það sagði afi í gær meðan þú varst í kaúpstaðnum, þessir hrafnar voru líka á kirkjunni í gær.“ „Ætli þeir séu ckki feigastir sjálfir," sagði maðurinn og hrosti og lagði hægri höndina á öxl sonar síns og lét hana liggja þar meðan þeir gengu austur hlaðið, þangað til' þeir komu að smíðáhússdyrunum og hann varð að fara í vasa sinn eftir lyklinum. Þetta var stórt hús þiljað sundur úm þvert, verkfærageymsla fyrir framan þilið, srniðja fyrir aftan, dymar á milliveggnum stóðu opnar, og skuggsýnt áð sjá þar in’ni í smiðjunni og glúggalítið og allt dökkt af gömlurn kolareyk og málmeisu, en hér sunnannregin í húsinu nóg dagsbirta um glugga á austurvegg og annan glugga yfir dyrum á suðurstafni. Maðurinn lokaði á eftir sér hurðinni, en læsti ekki, það tók hann önga stund, sanrt var drengúrinn kominn á undan hönúm að borðinu undir austur- glugganum, þangað sem byssurnar lágú. Maðurinn brosti á laun, ekki að láta drcnginn sjá það, ekki gera rieitt sém kæmi honum til að halda að hann væri barnalegur eða hlægilégúr eða bráðlátur, — að vísu ekki nerria ellefu ára gamall, en karlmaður samt, veiðimannsefni, og hafði í gær eignazt nýja byssu. „Það er riffill eins og þú sérð,“ sagði maðurinn og gekk til drengsins, „sol- dátariffill í alskefti, eins og allir hermannarifflar éru, níu millimetrar að hlaup-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.