Andvari

Årgang

Andvari - 01.07.1962, Side 32

Andvari - 01.07.1962, Side 32
142 GUÐMUNDim DANÍELSSON ANDVAIil „Þakka þér fyrir, dengsi," sagði maðurinn. „Komdu, við skulum fara að steypa, ég skal segja þér veiðisögur á meðan, eða eitthvað." Hann greip kúlumótið af borðinu og gekk ineð það aftur fyrir milliþilið, inn í smiðjuna. „Haltu á því,“ sagði hann við drenginn, „meðan ég kveiki upp.“ Drengurinn tók feginsamlega við áhaldinu, svipur lians varð sólginn og einbeittur meðan hann skoðaði tækið: Þetta var áþekkast skærum eða lítilli töng, en staðinn fyrir hvassan klippkjaft, var messingklumpur klofinn sundur í miðju, hálfkúlumyndað hol innan á hvorum helmingi, en varð heilkúlumyndað þegar helmingunum var klipið saman, elst á tangarálmunum voru handföng úr tré. „Lizt þér ekki á það, dengsi?" spurði maðurinn, en var nú sjálfur of önn- um kafinn til að hlusta eftir svari: fyrst að skvetta steinolíulögg á hálfbrunnið kolagjallið á aflinum, bera logandi eldspýtuna að uppkveikjunni, síðan blása upp smiðjubelginn, hagræða kolunum meðan loginn glæddist, koma járnrist- inni í réttar skorður yfir eldinum, setja að lokum deigluna á ristina, og nú blása jafnt og þétt og rólega meðan hitnaði. Eldbjarmi, kolareykur og ilmur af blýi, og dálítið skrölt í vindskjólinu á strompinum uppi yfir þeim. „Hæ, dengsi, nú gengur það glatt,“ kallaði maðurinn gegnum smiðju- þytinn, „steypa kúlur handa veiðimanninum, fyrst ég tíu, svo þú aðrar tíu, svo aftur ég tíu, skiptast á, og svoleiðis koll af kolli.“ „Segðu mér frá þegar þú eignaðist fyrst byssu, pabbi,“ sagði drengurinn. „Það var framhlaðin haglabyssa," sagði maðurinn, „hún var gömul, en í góðu standi, ég var kominn undir fermingu þá. Neðan á hlaupinu áttu að vera tveir hólkar með nokkuð löngu millibili: slíðrið fyrir krassann eða hlað- stokkinn. Slíðrið var farið af minni hyssu svo ég varð að hera hlaðstokkinn í hend- inni eða í byssuhlaupinu þegar ég var á ferðinni, en ekki hafði ég hann þar viljandi þegar ég hleypti af skoti, það hefði getað orðið sögulegt! Ég hef þekkt menn, fleiri en einn og fleiri en tvo, sem sprengdu hyssurnar sínar vegna gleymsku eða óaðgætni, gleymdu að taka krassann úr hlaupinu, skutu, stóðu eftir með skeftið eitt í höndunum, hálfblindir, ringlaðir og vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Svoleiðis óhapp aldrei hent mig um dagana, — mundu mig um það dengsi, þegar þú kemur í fjallið: alltaf að hugsa fyrst og framkvæma síðan. Byssan ekki liættulegri en göngustafur meðan þeirri reglu er fylgt.“ „Nema kannski fyrir hrafninn," bætti drengurinn við og hló. Maðurinn hló líka og kinkaði kolli: „Já, nema fyrir skotmarkið." Hann greip tréskefta deigluna í hægri hönd,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.