Andvari - 01.07.1962, Qupperneq 40
150
ÞÚ OG SAMFÉLAGIÐ
ANDVARl
er sammannlegt viðfangsefni, vaxin af eðlislægri lineigð mannsins, hafin upp á
svið æðra siðgæðis og sérstaklega augljós orðin andspænis þeirn menningar-
vanda, sem ógnar okkar tíð. Barnavernd tekur til bernskunnar í heild, enda er
hið forna spakmæli, að heilbrigðir þurfi ekki læknis við, aðeins að hálfu leyti
sannleikur á okkar tíð. Þó að langflest höm séu heilbrigð og húi við gott atlæti
foreldra sinna, er hvert barn og ungmenni samt jafnan í nokkurri hættu fyrir
þeim sviptingum, sem andstæð öfl lieyja innan samfélags og menningar, ekki
sízt þeirri viðleitni óhlutvandra manna að nota sér auðtryggni æskunnar í ábata-
skyni. Því þarfnast hvert harn verndar, engu síður en hinir heilbrigðu þarfnast
almennrar og sérstakrar heilsugæzlu, svo að þeir fái varðveitt lieilsu sína. Margt
barn þarfnast hennar þó sérstaklega, annaðhvort vegna óvenjulega örðugra ytri
aðstæðna eða það er viðkvæmara en almennt gerist fyrir freistingum og spillingu
samfélagsins.
Því höfðar barnavernd til mannúðar og kærleika. Hún krefst aðstöðu til
handa hverju barni til þess að öðlast allan þann þroska, sem því er áskapaður.
Hún neitar því, að manninn megi nota sem tæki í nokkrum skilningi. Krafa
hennar er: frelsi til þess þroska, sem gerir munninn frjálsan. Þann skilning
mannlegs eðlis og ætlunarverks, sem barnaverndarhugsjónin hvílir á, leiðir bein-
línis af kenningu Krists um smælingjann og það hlutverk, sem hverjum sann-
kristnum manni er fengið gagnvart honum.
Ö O Ö
Reykjavík, 1. desember 1961.
F. h. Landssambands íslenzkra barnaverndarfélaga.
Matthías Jónasson.