Andvari - 01.07.1962, Page 49
ANDVARI
SKÓLAKEIIFI OG ÞJÓÐFÉLAG
159
sameiginlegu reynslu, sem cin getur tengt
alla hluta þjóðfélagsins í eina menningar-
heild.
Eg shal ekki dylja þá sannfæringu
mína, að skólakerfi af því tagi, sem hér
hefir verið stiklað á stóru um, yrði vand-
meðfarið, fyrirhafnarsamt og dýrt —
vissulega flóknara og dýrara en sú
ósveigjanlega járngrind, sem við nú höf-
um fyrir skólakerfi. Ég veit ekki hvort við
myndum telja eftir okkur vandann og
fyrirhöfnina, en ég er hræddur um, að
kostnaðurinn yrði okkur að ásteytingar-
stcini. Við vitum það öll og crum öll
sammála um það, að afkomu sinnar
vegna hefir þjóðin elcki ráð á því, að sjá
ekki hæfustu ungmennum sínum fyrir
þeirri ströngustu og rækilegustu mennt-
un, sem völ er á. Hins gætum við sjaldnar,
að samvizku sinnar vegna — og eflaust
einnig af áþreifanlegri orsökum — hefir
þjóðin ckki ráð á þvi, að sjá ekki öllum
ungmennum sínum fyrir þeirri ströng-
ustu og rækilegustu menntun, sem þau
megna að tileinka sér.