Andvari

Årgang

Andvari - 01.07.1962, Side 61

Andvari - 01.07.1962, Side 61
SIGURBJÖRN EINARSSON: Með köldu blóði i Fyrir allmörgum árum las ég sögu af manni einum, þýzkum verkamanni. Hún gerist á stríSsárunum síðustu og rekur innri feril þessa manns. Hann hefur nóg að bíta og brenna í þjóÖfélagi national- sósíalismans og unir hag sínum vel. Hann hefur fulla vissu fyrir því, að margs konar ofbeldisverk eru unnin í landinu að frum- kvæði valdhafanna og rökstuddan grun um ýmislegt fleira misjafnt cn hann veit um með vissu. En hann lætur sig slíkt cngu varða. Hann kemst vel af og telur sig óhultan, og á meðan svo er, þarf hann ekki að kvarta og finnst fara bezt á því að lciða hjá sér málefni annarra cn sinna nánustu. Styrjöldin brýzt út og þá dregur til þess, að söguhetjan breytir um viðhorf. Hann verður uppreisnarmaður, að vísu með leynd, gengur í bandalag við þá, sem vinna að því á laun að steypa stjórn landsins. Hvað olli þessari stefnubreytingu mannsins'? Það var einkum tvennt. Annað var meðferðin á pólskum fanga í vinnu- búðum, sem hann komst í kynni við; hitt var frásögn ungs hermanns af því, hvernig hann hafði ásamt félögum sín- um svívirt franska konu og síÖan myrt hana. Böðlarnir í vinnubúðunum og ungi hermaÖurinn unnu sín óhæfuverk með köklu blóði og eins og um sjálfsagÖan hlut væri að ræða. Og þcgar spurt var, hvernig þeir gætu gcrt þetta, var svarið hið sama í bæði skiptin: Nú, þetta var bara Pólverji, þetta var bara frönsk kona. Ungi hermaðurinn var spurður, hvernig honum rnyndi líka það, ef t. d. móðir hans væri svona leikin. Því svarar hann umsvifalaust: Það er ekki sambærilegt, móðir mín er þýzk. Spurningin er m. ö. o. fjarstæða í augum hans. Frammi fyrir þessu kynborna, lneina en kalda þýzka blóði setur hroll að verka- manninum, söguhctjunni, og hann kenn- ir nýs hita í æðum sér: Þetta er djöful- legt hugarfar, þjóð, scm byggir sigur- vonir sínar og framtíÖ á slíkri bugarfars- mótun, verður að tapa. Og bann finnur, að honum ber að leggja sitt lóð, sitt líf á vogarskálina gegn sigurvonum þessarar hugsunar. Ég gríp á þræði þessarar sögu vegna þess, að hún er svolítið brot af sögu hins kalda blóðs. Á bak við hana er hreyfing, sem með öruggri, demónískri eÖlisávísun stefndi að því og tókst það að kæla mennskt blóð niÖur fyrir núllpunkt. Og formúlan fyrir því tæknilega afreki var sú að telja þjóðinni trú um, að hún ætti ekki samstöðu með öðrum mönnum, heldur væri hún öðrum og æðri eigind- um búin. Með því móti var hægt að virkja hið kalda blóð til þeirrar harðúðar, sem taldist nauðsynleg til þess, að markmiði flokksins og foringjans yrði náð. Það byrj- aði með afstöðunni til GyÖinga, færðist síðan yfir á Pólverja, Frakka og Rússa og raunar allar þjóðir, sem við var að kljást.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.