Andvari

Volume

Andvari - 01.07.1962, Page 79

Andvari - 01.07.1962, Page 79
ANDVARI GODINN FRÁ VALÞJÓFSSTAÐ 189 urðu frá að hverfa. Skömmu síðar sendi Þorvarður prest nokkurn á fund þeirra að leita um sættir. Var stefnt til fundar, og komu þeir Eyjólfur ábóti og helztu héraðsbændur. Brandur ábóti Jónsson var þar einnig mættur. Þorvarður kom fjöl- mennur og fylgdu honum Reykdælir og Fnjóskdælir. Bendir það ckki á óvinsæld- ir hans eins og Þorgils saga vill vera láta. Af einhverjum ástæðum, sem ekki eru kunnar, hefur sættargerðin farizt fyr- ir. Er hér var komið, sat Gissur Þorvalds- son í Noregi með Hákoni konungi. Sæmdi hann Gissur jarlsnafnbót. Gegn því lofaði hann að friða landið og láta alla bændur gjalda konungi skatt. Gissur kom út hingað síðsumars 1258. Hafði hann þá konungsskipan fyrir Borgar- firði, Norðlendinga- og Sunnlendinga- fjórðungi. Sighvatur Böðvarsson og Sturla Þórðarson riðu til þings sumarið 1259. Gerðust þeir þá menn Gissurar jarls, en hann hét að veita þeim liðveizlu til hefnda eftir Þorgils skarða. Lýsti Sighvatur hern- aðarsök á hendur Þorvarði. Varð hann sekur fullri sekt og margir af þeim, sem með honum voru að Hrafnagili. Ekkert gekk þó að sinni málarekstur gegn Þor- varði, því Gissur var linur í efndum sín- um. En þá fékk Sighvatur óvænta lið- veizlu. Vigfús Gunnsteinsson, er bjó að Sauðafelli, hafði þá nýlega sætzt við hann eftir deilur þeirra í milli. Kona Vigfúsar og Solveig kona Þorvarðar voru systkinadætur. Á milli þeirra máganna höfðu farið vináttumál, þ. e. bréfaskriftir. Veturinn 1261—62 dvaldist Þorvarður á Keldum á Rangárvöllum hjá tengdafor- eldrum sínum. Þangað fór Vigfús og var þar með Þorvarði lengi um veturinn. Þá er Vigfús kom heim, fór hann á fund Sturlu Þórðarsonar með orðscnding og sáttaboð frá Þorvarði. Sturla varð vel við þeirri málaleitan og kom svo, að fundur var ákveðinn milli þeirra Sighvats og Þorvarðar að Iðu mánudaginn 3. apríl 1262. Þegar hér var komið hafði Hákon konungur sent hingað erindreka, Hall- varð gullskó, til þess að líta eftir að Gissur ræki hér konungserindi sem hann hafði lofað. Hefur eftirmál Þorgils skarða gegn Þorvarði Þórarinssyni án efa verið þar á meðal. Þegar nú Sighvatur fór að heiman á sáttafundinn, reið hann um í Rcykholti, en þar slógust í för með honum Egill bóndi og Hallvarður gullskór. Fóru þeir með leynd því hvorki Gissur né I lrafn máttu um ferð þeirra vita. Við 1 Iall- bjarnarvörðu hittu þeir Sturlu og Vigfús. Riðu þeir þar til þeir komu í Skálholt. Sigvarður biskup tók þeim illa, vildi þeim engan beina veita og neitaði að fara með þeirn til fundarins, þótt beðinn væri. En upp kom, að biskup hafði átt fjárkröfu á hendur Þorgilsi fyrir víg Valgarðs í Síðumúla. Tók Sighvatur að sér að greiða það. Styður það ekki höfðingskap Þorgils samkvæmt Þorgilssögu. Komu þá sendi- menn frá Þorvarði, sem kominn var til Iðu á tilsettum tíma. Var síðan fundur stefndur að Laugarási í Biskupstungum. Þar var margt talað í hljóði, segir sagan, en samkomulag varð um, að Sturla skyldi segja upp dómmn og dæma skyldu þrír fyrir hvorn aðila. Hér verður dóminum ekki lýst í heild. En af fjárhæð þeirri, sem Þorvarður átti að gjalda Sighvati, skyldi þriðjungur vera í gulli og hrenndu silfri, þriðjungur í sæmilegum gripum og dugandi löndum og þriðjungur í gripum eigi minna en 60 álna virði. Banamaður Þorgils, Jón usti, skyldi fara úr landi, en Þorvarður var ekki úr landi ger, en hann kvaðst ætla utan áður en þrír vetur væru liðnir. Þorvarður þakkaði þeim mönnum er í dómi höfðu setið. Vígbætur allar, þær sem dæmdar voru fyrir víg Þorgils, greiddi hann vel og skörulega. Lézt hann frjáls þykjast, er hann var sáttur við þá
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.