Andvari

Årgang

Andvari - 01.07.1962, Side 80

Andvari - 01.07.1962, Side 80
190 SIGURÐUR SIGURMUNDSSON ANDVAItl bræður, „og skal eg“ segir hann „þetta jafnan bæta við frændur hans og tengda- menn“. Gaf hann síðan Sighvati silfur gott, skarlatskyrtil og fingurgull, en Guð- mundi bróður hans silfurbelti. Af orðum Þorvarðar má draga þá ályktun, að við sættina hafi verið sem fargi af honum létt og samvizka hans öðlazt frið. Víst má og telja, að Sighvatur hafi unað vel málalokum. Hallvarður gullskór hefur komið til þessa fundar einkum til þess að gæta hlutar konungs í vígsmálinu. Einnig hefur hann lagt fast að Þorvarði að koma með Austfirðinga til þings um sumarið. En ekki mun hann þá neinu hafa áorkað við Þorvarð eins og síðar kemur fram. Laugarásfundurinn er á tvennan hátt sögulega merkilegur atburður. I fyrsta lagi afsannast algjörlega ummæli þau í Þorgils sögu um Þorvarð, að hann hafi verið „févani mjög“. Vígsbæturnar voru geysimikið fé að þeirrar tíðar mælikvarða. Sýnir það ljóslega, að Þorvarður hefur verið maður vel fjáður, sem og allar að- stæður gefa tilefni til að ætla. 1 öðru lagi vill svo til, að þessar vígsbætur eru þær síðustu, sem sagan greinir að greiddar bafi verið samkvæmt lögum lýðveldisins forna. Árið 1262 var örlagaþrungið ár í sögu Islendinga. Þá gáfu allir höfðingjar í þremur landsfjórðungum upp goðorð sín í hendur Hákoni gamla Noregskon- ungi. Konungi hafði ekki þótt Gissur jarl reka sitt erindi eins og til var ætlazt. En sendimaður hans, Hallvarður gullskór, rak hans erindi með kænsku og dugnaði. Orlög hins forna þjóðveldis voru nú þegar ráðin. Þó héldu Austfirðingar enn um hríð uppi kyndli frelsisins, undir forustu goðans á Ilofi í Vopnafirði, Þorvarðar Þórarinssonar. Eins og áður er sagt, hefur Idallvarður gullskór engu áorkað gegn honum. Hann kom aftur hingað sumarið 1263, auðvitað til þess að leiða til lykta óútkljáð konungsmál. Þá kom einnig vígður Brandur ábóti Jónsson og gerðist nú biskup á Hólum. Á þessu þingi ját- uðu Oddaverjar konungi skatti. Þá var aðeins eftir að vinna tvo höfðingja, Þor- varð Þórarinsson og hinn unga bræðrung hans, Orm Ormsson, goða Síðumanna, 22 ára gamlan. Hefur hann lagt mál sín í hendur eldra frænda síns og hlítt hans forsjá. Brandur biskup, föðurbróðir þeirra, var vitur ágætismaður, en eindreginn konungssinni alla tíð. Hann hefur heitið Magnúsi konungi sem nú var kominn til ríkis, að leiða þetta mál til lykta og vinna þá Þorvarð og Orm. Um það vitnar Kon ungsannáll, því þar segir: „Og þann vet- ur um Allraheilagramessu sór Þorvarður Þórarinsson Brandi biskupi föðurbróður sínum, að fara á konungsfund að sumri og það gerði hann“. Sumarið eftir 1264 sór Ormur Ormsson á alþingi Magnúsi konungi hollustu sína og skatt fyrir Skaft- fellinga. Heimildir skortir um hvenær Þorvarður hefur svarið konungi skatt og hollustu, ef til vill ekki fyrr en úti í Noregi. En frá lokaþætti þessa ömurlega máls er greint í sögu Magnúsar konungs lagabætis á þessa leið: „Þetta sumar (1261) kom af íslandi Hallvarður gullskór. Hann sagði þau tíðindi, að allir íslendingar höfðu þá vikist undir hlýðni við Magnús konung og þá var spurt andlát Hákonar konungs er hann fór utan. Þar var þá með honum Þorvarður Þórarinsson og gekk hann á vald Magnúss konungs og gaf allt sitt ríki á hans vald fyrir þá hluti, er hann hafið brotið við konungdóminn í aftöku Þorgils skarða og Bergs, hirð- manna Hákonar konungs. Hafa síðan Islendingar aldrei í móti mælt að hlýða boði og banni Magnúsar konungs". Nú hafði síðasta vígið verið brotið og ís- lenzka þjóðveldið því að fullu liðið undir lok. Æðsti valdamaður landsins, Gissur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.