Andvari

Volume

Andvari - 01.07.1962, Page 96

Andvari - 01.07.1962, Page 96
206 SVERRIR KRISTJÁNSSON ANDVAIU 2 Þegar Skúli Magnússon var skipaður landl'ógeti á Islandi í lok árs 1749, fyrstur íslenzkra manna í það embætti, brá Islendingum töluvert í brún. Þeir voru orðnir óvanir því, að íslenzkur maður skipaði slíka tignarstöðu hjá kon- unginum. Skúli lýsir sjálfur viðbrögðum landa sinna á þessa leið: „Allir urðu mjög forvirrader, því ádur höfdu þeir þeinkt, ad so illur Diöfull sem Land- fogeteten giæte ómogulega vered Islendskur. Llann og Hans Nafn var Islendsk- ö ö ö ö ö um eins hrædilegt og sem Dreken i Babilon." Ö Ö Hann var tæplega fertugur þegar hann hlaut þetta ábyrgðarmikla embætti, fæddur 12. desember 1711, þremur árum eftir stórubólu, er ætlaði að drepa allt kvikt í landinu. Llann fæddist á einhverri grimmúðugustu öld íslands- sögunnar, þegar jarðnesk völd og himnesk virtust ætla að ganga af þjóðinni dauðri, enda gaf hún hinum löngu vetrum þessarar aldar harðneskjuleg nöfn: lurkur hét einn og kynjaár, annar píningsvetur, þriðji svellavetur, jökulvetur, hvítivetur. Hann lifði þessa voðaökl nærri alla, andaðist 83 ára gamall 1794, og hafði þá skilað drjúgu lífsstarfi, þótt það væri sumra manna tal, að lítið sæi eftir af því. Þegar Skúli Magnússon tók við landfógetaembættinu hafði liann verið sýslumaður fyrst í Austurskaftafellssýslu, síðar í Skagafirði. Hann hafði reynzt ötull og stjórnsamur embættismaður, en hann átti ekki kost á að athuga allan bag landsins fyrr en hann tók við landfógetaembættinu, og hann hafði ekki fyrr fengið veitingu en hann tók að hugleiða hvað gera þyrfti til þess að forða landinu frá algeru hruni, eins og hann komst sjálfur að orði í skýrslu til stjórnarinnar skömmu eftir að hann var orðinn landfógeti. Þegar sumarið 1750 vakti hann máls á því á alþingi, að menn gerðu samtök með sér til umbóta í atvinnulegum efnum. Kom mönnum helzt saman um að stofna þyrfti ullarverksmiðju til að vinna dúka og klæði úr íslenzkri ull. Næsta sumar, 17. júlí 1751, stofnuðu 13 helztu embættismenn landsins með sér hlutafélag um slíka verksmiðju og lögðu þeir fram að hlutafé 1550 rd. Ætlunin var að öllum yrði heimilt að leggja fram fé í fyrirtækið, en lítið fór fyrir því í reynd og fáir bændur gerðust hluthafar. Lfm haustið 1751 sigldi Skúli til Kaupmannahafnar og lagði fyrir stjórnina reglugerð hlutafélagsins til samþykktar. I sama mund skýrði hann stjórninni í langri álitsgerð frá högum landsins og lagði fram sundurliðaðar tillögur um úrbætur. Meðal annars fór hann fram á, að iðnaðarstofnanir yrðu settar á fót til að kenna mönnum að hagnýta afurðir landsins og að sjávarbændur yrðu styrktir til að afla sér stærri skipa til fiskveiða á djúpmiðum og flutninga með ströndum fram. I sambandi við iðnaðarstofnanirnar fór hann fram á, að allir peningar, hlutabréf og annað, sem í verksmiðjunum standi, megi vera undan-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.