Andvari - 01.07.1962, Page 128
238
ÓLAFUR JÓNSSON
ANDVARI
þessari öld rutt braut á þcssu sviði, þeir
Guðmimdur Hagalín og Þórbergur
Þórðarson, og ýmsir aðrir höfundar síðan
fetað í slóð þeirra, auk þess sem menn
eru enn sem fyrr ófeimnir að rita sjálfir
minningar sínar. Vert er að benda á að
á þessu ári hafa komið út samtala- og
minningabækur skráðar af kunnum höf-
undum ýmsum, Guðmundi Hagalín,
Mattbíasi Jóbannessen, Jónasi Arnasyni
og Jóhannesi Helga; og einsætt er að
þessi verk bljóta að sæta listrænu mati
ekki síður en skáldsögur og svo ævisagna-
gerðin í heild. Enda mun þessi sagna-
gerð bera ríkara vitni um sagnasmekk
hérlendra lesenda en margt skáldskapar-
verkið.
1 þessu sambandi er einnig vert að
nefna þýðingar og útgáfur erlendra
skáldsagna á íslenzku. Þær bera með sín-
um bætti vitni sagnasmekk íslenzkra les-
enda; væri fróðlegt að sjá gerð skil bæði
sagnavali og þýðingum.
Hér er ekki ætlunin að draga neinar
ályktanir af því sem að framan er sagt
um íslenzka sagnagerð. Það liggur í aug-
um uppi að tilviljun er háð hvað kemur
út góðra bóka á einstöku ári; og ekki
þarf að nefna að margir okkar beztu höf-
unda eru ekki í hópi þeirra sem hér hafa
verið ræddir. En þótt engin stórmæli
hafi hent í skáldsagnagerð síðastliðið ár
má þó heita að í sögunum birtist lofleg
fjölbreytni, og í sumum hinum beztu er
leitað á ný mið. Og það sem mér virðist
einkum athyglisvert er stílviðleitni margra
liinna yngri höfunda, hún, fremur en
sjálft verkefnavalið, lofar góðu um beztu
verk binna bcztu þeirra.
Febrúar 1962.