Andvari - 01.03.1969, Blaðsíða 28
26
HALLDÓR HALLDÓRSSON
ANDVARI
Próf. Alexander verSur ekki borið á brýn, að hann bafi ekki lagt mikla
vinnu í ritverk sín um uppruna málsins. Hann bar saman rætur og orð úr
sex óskyldum málaflokkum: indógermönsku, hekresku, fornkínversku, tyrkn-
esku, fólýnesísku og grænlenzku. Sum þessara mála, t. d. grænlenzka, eiga
sér enga sögu, þ. e. engar skráðar beimildir eru urn hana á eldra stigi. Við vit-
urn með öðrum orðum ekkert urn það, bvort hún befir tekið breytingum eða
hvaða breytingum bún hefir tekið. Við vitum, að þau mál, sem á voru skráð
rit fyrir nokkrum hundruðum árum, hafa tekið — á þessum stutta tíma —
gagngerum breytingum. Ekki þarf annað en bera saman ensku nútímans og
fornensku til að sannfærast um slíkt. Það er því hæpið að gera ráð fyrir, að
grænlenzka nútímans sé sambærileg við hið endurgerða indógermanska
frummál, hvað þá heldur að þessi samanburður geti sagt okkur nokkuð um
upptök mannlegs máls. Enginn veit, hve langt er, síðan maðurinn lærði að
tala, ég þori ekki að nefna neina tölu í því sambandi, en áreiðanlega er
langur tími milli hins fyrsta mannlega máls og þeirra tungna, sem próf.
Alexander bar saman. Og fátt vita menn einnig um þær breytingar, sem
orðið hafa, frá því hið upprunalega mál hófst, þar til tekið er að færa mál
í letur. Menn geta að vísu með samanburði skyldra mála fikrað sig dálítið
aftur, en ekki svo, að menn standi við bæjardyr hins fyrsta máls. Skoðun
mín er því sú, að ég fæ ekki séð, að rit próf. Alexanders renni stoðum undir
látæðiskenninguna. En þar með er ekki sagt, að „kenningin" sjálf kunni
ekki að geyma sannan kjarna. Það veit enginn.
Kenninga próf. Alexanders um uppruna málsins var yfirleitt fálega tekið
af málvísimönnum bæði bérlendis og erlendis. En ýmsir merkir vísindamenn
studdu þó skoðanir hans, m. a. Sir Richard Paget, sem í bók sinni Human
Sfeech (London 1930) hafði komizt að svipuðum niðurstöðum og próf.
Alexander eftir öðrum leiðum.
Afstaba til móÓurmálsins.
Hér að framan hefir verið rætt um fræðileg störf próf. Alexanders, bæði
að því er varðaði germönsk, indógermönsk og íslenzk málvísindi. En honum
var einnig ofarlega í huga, að leysa varð ýmis hagnýt vandamál, til þess
að hægt væri að tjá nýjar hugsanir og hugmyndir á íslenzku. Honum var
vitaskuld Ijóst, að tungan var félagslegt tæki, sem varð að þróast, svo að ís-
lenzk tunga gæti aðlagazt erlendri menningu nútímans. Sú leið, sem próf.