Andvari - 01.03.1969, Blaðsíða 29
ANDVARI
ALEXANDER JÓHANNESSON
27
Alexander Jóhannesson vildi fara, var nýyrðcileiðin. Þessi leiÖ er að vísu eklci
ný, heldur á rætur aftur á 18. öld. Próf. Alexander var meinilla viö upptöku
nýrra tökuorða. Mér virtist hann stundum fullþröngsýnn í þessum málum,
en hér er um matsatriði að ræða, og verður hver að dæma fyrir sjálfan sig
í þessum efnum. Hér stendur málfræðingurinn ekki betur að vígi en hver
annar að fella dóm. Hann veit að vísu betur en aðrir, hvað er í samræmi
við málkerfið, en smekkur hans þarf engan veginn að standa framar en
hjá öðrum.
Ahugi Alexanders á nýyrðum kemur í Ijós, skömmu eftir að hann kemur
frá námi, sbr. t. d. Fréttir 9. júlí 1918, þar sem hann á í höggi við dr. Björn
Bjarnason frá Viðfirði, sem hann telur ekki virða „lögmál íslenzkrar tungu“,
°g Sigurð Nordal, sem vildi taka orðið stemning upp í málið (sbr. Eimreiðina
1917, 2. h., bls. 77). Afstaða próf. Alexanders kemur glögglega fram í eftir-
farandi orðum:
„Kunnugt er að aðrar þjóðir, þær er láta sér ant um tungu sína,
hafa stofnað málhreinsunarfélög og málverndarfélög til þess að
hreinsa málið fyrir útlendum sora og hægja burt málleysum. T. d.
hafa Þjóðverjar myndað fjölda nýrra þýzkra orða í stað alþjóða-orða,
er alltaf voru að ná meiri yfirtökum." Fréttir 10. júlí 1918.
I annarri grein farast honum svo orð:
„Islenzkri tungu er farið eins og jurt, er gróðursett er í ákveðnum
jarðvegi og getur að eins dafnað og blómgast eftir eðlislögmáli sínu;
ef hún er flutt til framandi lands, veslast hún upp og deyr, nema
hún njóti sömu lífsskilyrða. Eða hún er eins og tigin stúlka, getin af
göfugum foreldrum og hefur nærzt á Iðunnareplum íslenzkra bók-
mennta, stilling og yndi er í hverri hreyfingu hennar og hlýtur oss
því, biðlum hennar, að vera áhugamál, að hún spillist ekki af lífs-
venjum þeim, er vér mundum telja óhollar fyrir hana eða að hún
varpi frá sér þeim siðakenningum, er hafa gert hana svo yndislega
í augum vorum." Vréttir 11. júlí 1918.
Enginn skyldi ætla — þótt orðaval sé allhátíðlegt — að ekki fylgi hugur
máli né heldur að Alexander hafi látið sitja við orðin tóm, heldur vann hann
mikið að nýyrðasmíð og nýyrðaútgáfu. Orðahókarnefnd, sem um tíma hafði
með höndum söfnun og útgáfu nýyrða, naut forystu Alexanders frá stofnun
til dauðadags hans. Á árunum 1953—1959 komu út á vegum nefndarinnar