Andvari - 01.03.1969, Side 33
andvari
ALEXANDER JÓHANNESSON
31
þetta fram að ganga. Eins og áður er sagt (bls. 14), minntist bann á þetta
mál í fyrstu setningarræðu sinni sem rektor Háskólans 3. okt. 1932. En þá
var kreppa í landi, Háskólinn án eigin búsnæðis og févana, svo að ekki var
bafizt handa fyrr en áratug síðar. Alexander hélt málinu vakandi innan Há-
skólans, og 2. júní 1943 fékk hann samþykkta fyrstu fjárveitingu ætlaða orða-
bókinni, að upphæð 25 þús. kr., fyrir tímabilið 1. okt. 1943 — 1. okt. 1944.
Þessi fjárveiting átti að ganga til að rannsaka, eftir hvaða meginreglu unnið
skyldi að sögulegri íslenzkri orðabók fyrir tímabilið frá 1540 til vorra daga.
Undirbúningur starfsins var bafinn veturinn 1944—45. Nefnd til þess að
bafa yfirumsjón með verkinu var þó ekki kosin fyrr en 1948, og var próf.
Alexander formaður bennar frá uppbafi til dauðadags. Vart verður vægar
til orða tekið en próf. Alexander bafi verið faðir þessarar fyrstu málvísinda-
legu stofnunar við Háskóla íslands.
Stjórnsýslustörf og embættisferíll.
Eins og fram hefir verið tekið (bls. 11), lauk Alexander Jóhannesson
doktorsprófi 1915 og bóf þá þegar kennslu við Háskólann með styrk frá
Alþingi og var tekinn á fyrirlestraskrá Háskólans 1916 sem einkakennari
(privat-dósent). Kenndi bann, auk íslenzkrar málfræði og forngermanskra
mála, þýzka tungu á árunum 1915—1921. Var hann fyrsti þýzkukennari við
Háskóla íslands. Árið 1925 var stofnað dósentsembætti í málfræði og sögu
íslenzkrar tungu, og var Alexander skipaður í það. Prófessor var hann skip-
aður 18. ágúst 1930. Gegndi hann því embætti til 1. okt. 1958, er honum
var veitt lausn fyrir aldurs sakir.
Sem kennari var Alexander áhugasamur, vekjandi og lifandi. Sumum
nemenda hans — á mínum námsárum — þótti hann gera ráð fyrir of mikilli
þekkingu nemenda, er þeir hófu nám, en vitanlega eru nemendur misjafn-
lega undir nám búnir, þótt þeir hafi tekið sama próf. Ég minnist þess t. d.,
að hann lét nýinnritaða stúdenta gera ritgerð um málfræðilegt efni fyrsta
árið, sem ég var í Háskólanum. Þetta var erfitt fyrir menn nýsloppna úr
menntaskóla, en hitt er víst, að margir okkar lærðu mikið á þessu. Og víst
er það, að stúdentar á þeim árum urðu að búa sig vel undir, ef þeir áttu að
fylgjast með. Þetta tel ég raunar kost. Einn höfuðkostur við kennslu Alex-
anders var sá, að hann leit aldrei á íslenzka tungu sem einangrað fyrirbæri,