Andvari

Árgangur

Andvari - 01.03.1969, Síða 35

Andvari - 01.03.1969, Síða 35
ANDVARI ALEXANDER JÓHANNESSON 33 drættis næstu árin. Átti gróðinn af Happdrættinu að standa undir Ijyggingu háskólahúss. Frá þ essu er greint í gerðabók Háskólaráðs, fundargerS frá 14. febr. 1933. Háskólaráð samþykkti að koma málinu á framfæri við Alþingi. Lögin um Happdrættið voru samþykkt 3. maí 1933 og hlutu konungsstað- festingu 19. júní sama ár. Um það hefir nokkuð verið deilt, hver eigi hugmyndina að Flappdrætt- inu. Hafa sumir haldið því fram, að það hafi verið próf. Guðjón Samúelsson húsameistari, en aðrir, að það hafi verið próf. Alexander. Víst er það, að Guðjón hvatti Alexander til þess að fá borið frarn frumvarp um Happdrætt- ið, eins og fram kemur í því, sem haft er eftir Alexander hér á eftir. Meiri stoðum verður þó undir það rennt, að Alexander hafi átt hugmyndina. Það var einkum Jónas frá Hriflu, sem hélt því fram, að hugmyndin væri frá Guðjóni runnin. Mjög traustur heimildarmaður hefir sagt mér, að Alexander hafi sagt sér, að hann hafi rætt þessa hugmynd sína við Guðjón og honum litizt vel á hana. Alexander hafi beðið Guðjón að ræða hana við Jónas og hann gert það. Það er engan veginn víst, að Guðjón hafi minnzt á Alexander í þessu sambandi. Það gátu verið klókindi hans, því að Alexander og Jónas voru svarnir andstæðingar í stjórnmálum. Hins vegar getur þetta skýrt það, að Jónas hélt svo fast við, að Guðjón ætti happdrættishugmyndina, og það v:rið gert í góðri trú. En því er þetta svo nákvæmlega rakið, að langsamlega mestur hluti af byggingum Háskólans eru þeirri happasælu ráðstöfun að þakka, að Flapp- drætti Háskólans var komið á fót. Hornsteinn háskólabyggingarinnar var lagður 1. des. 1936. Alexander Jóhannesson hélt þá í hádegisverðarboði á Hótel Borg mikla ræðu og rakti gang málsins. Orðrétt sagði hann m. a. eftir að hafa rætt um það, hve mikið lán það var, að happdrættislögin voru samþykkt á Alþingi 1933: „Eg vil snöggvast dvelja við þann atburð. Ríkisstjórnin hafði flutt og fengið samþykkt frv. um, að reisa skyldi Háskóla á árunum 1934 —40, er fé væri veitt til þess á fjárlögunum. Litlar horfur voru þó á, að næg fjárveiting fengist á næstu árum, vegna kreppuvandræða. En það var kominn skriður á málið. Þá hvatti vinur minn, próf. Guðjón Samúelsson, mig mjög að bera fram frumvarp um happdrættisleyfi fyrir Háskólann, í því skyni, að fá á þann hátt fé til þess að reisa Háskólann fyrir. Eg varði jólafríi mínu til þess að athuga þetta mál, 3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.