Andvari - 01.03.1969, Qupperneq 35
ANDVARI
ALEXANDER JÓHANNESSON
33
drættis næstu árin. Átti gróðinn af Happdrættinu að standa undir Ijyggingu
háskólahúss. Frá þ essu er greint í gerðabók Háskólaráðs, fundargerS frá 14.
febr. 1933. Háskólaráð samþykkti að koma málinu á framfæri við Alþingi.
Lögin um Happdrættið voru samþykkt 3. maí 1933 og hlutu konungsstað-
festingu 19. júní sama ár.
Um það hefir nokkuð verið deilt, hver eigi hugmyndina að Flappdrætt-
inu. Hafa sumir haldið því fram, að það hafi verið próf. Guðjón Samúelsson
húsameistari, en aðrir, að það hafi verið próf. Alexander. Víst er það, að
Guðjón hvatti Alexander til þess að fá borið frarn frumvarp um Happdrætt-
ið, eins og fram kemur í því, sem haft er eftir Alexander hér á eftir. Meiri
stoðum verður þó undir það rennt, að Alexander hafi átt hugmyndina. Það
var einkum Jónas frá Hriflu, sem hélt því fram, að hugmyndin væri frá
Guðjóni runnin. Mjög traustur heimildarmaður hefir sagt mér, að Alexander
hafi sagt sér, að hann hafi rætt þessa hugmynd sína við Guðjón og honum
litizt vel á hana. Alexander hafi beðið Guðjón að ræða hana við Jónas og
hann gert það. Það er engan veginn víst, að Guðjón hafi minnzt á Alexander
í þessu sambandi. Það gátu verið klókindi hans, því að Alexander og Jónas
voru svarnir andstæðingar í stjórnmálum. Hins vegar getur þetta skýrt það,
að Jónas hélt svo fast við, að Guðjón ætti happdrættishugmyndina, og það
v:rið gert í góðri trú.
En því er þetta svo nákvæmlega rakið, að langsamlega mestur hluti af
byggingum Háskólans eru þeirri happasælu ráðstöfun að þakka, að Flapp-
drætti Háskólans var komið á fót.
Hornsteinn háskólabyggingarinnar var lagður 1. des. 1936. Alexander
Jóhannesson hélt þá í hádegisverðarboði á Hótel Borg mikla ræðu og rakti
gang málsins. Orðrétt sagði hann m. a. eftir að hafa rætt um það, hve mikið
lán það var, að happdrættislögin voru samþykkt á Alþingi 1933:
„Eg vil snöggvast dvelja við þann atburð. Ríkisstjórnin hafði flutt
og fengið samþykkt frv. um, að reisa skyldi Háskóla á árunum 1934
—40, er fé væri veitt til þess á fjárlögunum. Litlar horfur voru þó á,
að næg fjárveiting fengist á næstu árum, vegna kreppuvandræða. En
það var kominn skriður á málið. Þá hvatti vinur minn, próf. Guðjón
Samúelsson, mig mjög að bera fram frumvarp um happdrættisleyfi
fyrir Háskólann, í því skyni, að fá á þann hátt fé til þess að reisa
Háskólann fyrir. Eg varði jólafríi mínu til þess að athuga þetta mál,
3