Andvari - 01.03.1969, Síða 36
34
HALLDÓR HALLDÓRSSON
ANDVARI
og skömmu eftir nýár 1933 boðaði eg til almenns kennarafundar og
flutti þar erindi um stofnun happdrættis. Var þar samþykkt, að Há-
skólaráðið skyldi taka málið upp. Gekk greiðlega að búa frv. til, því
að við studdumst að verulegu leyti við frv. er þeir Magnús Jónsson
og Sigurjón Jónsson höfðu áður borið fram á alþingi og var vand-
lega undirbúið.“ Vísir 1. des. 1936.
Síðar í ræðunni lýsir Alexander gangi málsins i þinginu. Fjárhagsnefnd
Neðri deildar neitaði að flytja frumvarpið fyrir Háskólann, en Menntamála-
nefnd tók málið að sér, og þakkar Alexander Halldóri Stefánssyni manna
mest, að málið komst inn í þingið. Þá þakkar hann sérstaklega stuðning
Jónasar Þorbergssonar, Tryggva Þórhallssonar og Jónasar Jónssonar. Hann
segir, að margir sjálfstæðismenn hafi fylgt málinu, enda muni Magnús Jóns-
son hafa sótt málið fast í sínum flokki, en kveður jafnaðarmenn yfirleitt hafa
verið málinu andvíga ,,enda höfðu þeir áður tekið þetta mál á sína fram-
kvæmdaskrá, fyrir málefni síns flokks.“ Hins vegar minnist hann góðrar
samvinnu við þá um lögin um rannsóknarstofnun í þágu atvinnuveganna,
sérstaklega nefnir hann Héðin Valdimarsson og Harald Guðmundsson.
Þótt hornsteinn háskólabyggingar væri lagður 1936, lauk ekki srníði
hennar fyrr en 1940, og var hún vígð 17. júní það ár. I vígsluræðu sinni
sagði Alexander Jóhannesson þetta m. a.:
,,En þrátt fyrir alla erfiðleika síðasta árs [hann á vitanlega við þau
vandræði, sem síðari heimsstyrjöldin olli] hefir háskólinn unnið að
því að fá lokið þessari veglegu byggingu, er á að verða höfuðsetur
allra vísinda í landi voru og á að stuðla að því að leiða þjóð vora
áfram til frelsis og framfara og hverskonar gæfu á ókomnum öldum.
Það er í fullkomnu samræmi við íslenzkt eðli, sögu þjóðar vorrar og
norrænt þrek, að vér Islendingar veitum öllum erfiðleikum viðnám,
hopum hvergi af hólrni og höldum uppi þrotlausri baráttu fyrir frelsi
voru.“ Árh. H. í. 1939-1940, bls. 56.
Þetta tvennt, sem nú hefir verið dvalizt við urn stund, stofnun Happ-
drættisins og bygging háskólahússins, er vitanlega ekki verk próf. Alexand-
ers eins. Þar lögðu margir vaskir menn hönd á plóginn. En hann var frurn-
kvöðullinn, framkvæmandinn og bjargvætturin, ef í harðbakkann sló. Hon-
um ber því mestur heiður þessara afreka. Og þess ber að gæta, að Happ-
drættið hefir til þessa dags greitt langsamlega mestan hlutann af þeim fjár-