Andvari - 01.03.1969, Síða 52
50
VALDIMAR J. EYLANDS
ANDVARI
leifafræðin hafi reist traustar stoðið undir almennt sannleiksgildi Ritningarinnar.
Ef allar þær bækur og blaðagreinar, sem hafa verið ritaðar um fornleifarann-
sóknir í Palestínu, væru komnar á einn stað, myndu þær útheimta mikil húsa-
kynni. Hér verður því fátt sagt — og ekkert nýtt um þessi efni.
Þess má þó geta, að fyrsti og fram til skamms tíma merkasti fornleifafundur-
inn í Palestínu var Fjallvirkib mikla, á vesturströnd Dauðahafsins, árið 1865.
Naumast er þó hægt að segja, að þetta virki hafi verið „fundið“, því að það rís
upp ógnarhátt, þverhnípt standberg, ókleift á þrjár hliðar og sést langt að. En
menn höfðu ekki séð ástæðu til að leggja það á sig að klifra þama upp, unz
fornleifafræðingar komu á vettvang. Þeir höfðu lesið í gömlum sögnum um her-
virki Heródesar konungs, og einmitt þetta reyndist vera staðurinn. Þarna hafði
mikil harmsaga gerzt. Töldu menn, að sagnir um þá viðburði væru vafasamar,
og vildu nú ganga úr skugga um verksummerki og sönnunargögn, ef unnt væri.
Það var einmitt á þessum stað, að frelsisstríði Gyðinga á fyrstu öldinni f. Kr.
lauk á ógleymanlegan hátt. Jósefus sagnaritari Gyðinga (37—100 e. Kr.) segir
þessa sögu í einni af bókum sínum, en hann hefir oft rnætt ómildum dómum í
sögunni vegna persónulegra afskipta af þeim viðburðum, sem hann segir frá, og
vafasamrar hollustu við málstað Gyðinga, sinnar eigin þjóðar. Hann var fyrst
mikils metinn herforingi í uppreisnarliði Gyðinga gegn Rómverjum, en gerðist
liðhlaupi og stuðningsmaður sinna fyrri fjandmanna. En hann var snjall rithöf-
undur, og má segja, að heimurinn standi í þakkarskuld við hann fyrir ritverk
hans, sem fjalla um þetta tímabil. Þau eru frumheimildir.
Það var einmitt á þessum stað, að þúsund manna her undir forystu Elesar
hershöfðingja safnaðist til hinztu varnar, eftir að öll önnur virki norðar í landinu
voru hrunin og Jerúsalem sjálf, höfuðborgin helga, var komin í rúst fyrir árásar-
liði Rómverja undir stjóm Vespasianusar. En rómverski herinn fylgdi fast eftii
og vildi sem fyrst ganga milli bols og höfuðs á þessum fáráðlingum, sem voguðu
sér að rísa gegn heimsveldinu mikla. Þar kom og, sem augljóst var í fyrstu, að
liðssafnaður Rómverja, hernaðarlist og tækni reyndust öflugri en svo, að Gyð-
ingar fengju rönd við reist, jafnvel þótt virkið væri talið óvinnandi. Rómverjar
byggðu rammgerða steinveggi allt í kring um virkið til að varna flótta. Settu þeir
einnig upp fallhamra sína á þeirri hlið virkisins, sem hafði verið hlaðin manna
höndum, og ógnuðu virkisbúum með eldi og hungursneyð. Þegar Elesar foringi
Gyðinga sá, að uppgjöf var óhjákvæmileg, flutti hann ræðu fyrir liðsmönnum
sínum samkvæmt frásögn Jósefusar á þessa leið: „Vér skulum deyja sem einn
maður, heldur en að falla í óvinahendur og gerast þrælar þeirra. Vér kjósum
fremur að deyja með sóma sem frjálsir menn en að lifa við smán. Vér skulum
fara út úr heiminum, nú í nótt, sem hraustir og hugrakkir menn. Aðkoma dauð-