Andvari

Volume

Andvari - 01.03.1969, Page 53

Andvari - 01.03.1969, Page 53
ANDVARI LJÓS ÚR AUSTRI 51 ans er aðeins tímaspursmál, hvort sem er. Vér fæðumst til að deyja og deyjum til að lifa.“ Sagði hann svo fyrir um, hversu haga skyldi verkum. Fyrst deyddu menn konur sínar og börn, og síðan hjuggu menn hver annan eftir settum regl- um, unz aðeins einn stóð eftir. Lét hann síðan fallast á sverð sitt, og þá var skipun foringjans fullnægt. Nokkrar konur fólu sig í jarðgöngum og lifðu þannig til að segja söguna. Næsta morgun snemma, er Rómverjar ruddust inn í virkið með brugnum sverðum, fundu þeir ekkert nema brunarústir og hrúgur af líkum og svo áðurnefndar konur. Llrðu þeir svo hissa á þessum aðförum, að þeir gáfu konunum grið. Þetta gerðist í apríl 73 e. Kr. Rómverjar fögnuðu frægum sigri, og til þess að afrek þeirra skyldu ekki falla í gleymsku, byggðu þeir Sigurboga Títusar í Rómaborg, sem enn stendur, þótt mjög sé hann nú hrörlegur orðinn. 17. nóvember 1947, næstum 19 öldum síðar, fór fram söguleg skrúðganga við Títusar bogann í Rómaborg. Þúsundir ítalskra Gyðinga og landar þeirra á dreifingunni í ýmsum löndum gengu nú sigurgöngu undir boga þessum, sem reistur hafði verið til að minnast niðurlægingar og áþjánar feðra þeirra. Nú voru þeir að halda fagnaðarhátíð í tilefni af því, að Sameinuðu þjóðirnar höfðu þá á þingi ákveðið að endurreisa Ísraelsríki. Rómaveldi var fyrir löngu hrunið til gmnna með öllurn sínum mætti og dýrð. En Gyðingar sáu roða fyrir nýjum degi. En sá dagur hefir reynzt róstusamur að þessu. Fornleifafræðin hefir með rann- sóknum sínum staðfest frásögn Jósefusar. Flér sem víða annars staðar sýndu merkin verkin. Jeríkóborg þótti snemma á árum fornleifafræðinnar forvitnilegur staður. Fræg nöfn í fornum sögum eru tengd þessum stað. Jósúa tók borgina af Kanverjum með áhlaupi. Antoníus gefur Kleopötru hana sem vináttuvott, að hún mætti njóta pálmanna og ilmvatnstrjánna, sem breiða þar blöð sín og krónur yfir græna velli. Ágústus gefur hana síðar Fleródesi, sem nefndur er „hinn mikli" (37 f. Kr. —4 e. Kr.), þótt ekki væri hann mikill að mannkostum. Hann lét reisa ýmsar stór- byggingar í Jeríkó, t. d. leikhús eitt mikið. Gerði hann ráð fyrir að láta drepa alla helztu Gyðinga í borginni og umhverfi hennar á dánardegi sínum, til þess að borgin yrði ekki með gleðibrag þá daga og hann fengi þó nokkra syrgjendur. Átti samkvæmt ráðstöfun hans að taka þessa leiðtoga af lífi í leikhúsi þessu. En ekki varð af framkvæmdum. Heródes dó óðar en varði, og ákvæðum hans var ekki framfylgt. Símon nokkur, áður þræll konungs, brenndi höll hans til ösku. Fomleifafræðin telur sig hafa staðfest ýmsa sögulega viðburði á þessum stað og einnig aðra, sem engar sagnir em til um. Uppgröftur hófst þarna árið 1886. Djúpt í jörðu komu menn niður á tvöfalda borgarveggi og töldu þá hina sömu, sem Jósúa braut, er hann tók borgina forðum. Enn var greftri haldið áfram enn dýpra. Komu þá í Ijós verkfæri úr steini unnin af mönnum, sem þarna höfðu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.