Andvari

Årgang

Andvari - 01.03.1969, Side 61

Andvari - 01.03.1969, Side 61
ANDVARI LJÓS ÚR AUSTRI 59 Elamíta og Akkadíumanna. Allar voru þessar tungur óskiljanlegar til skamms tíma, og vissu menn ógerla, hvað myndin táknaði. Forn rithöfundur einn hélt því fram, að þetta væri mynd af kennara með lærisveinum sínurn, og var sú skoðun lengi í gildi. En það var ekki fyrr en urn miðja öldina sem leið, að þýzk- um fræðimönnum tókst að ráða fram úr persnesku áletraninni, og svo hinum síðar með hliðsjón af henni. Reyndist þessi ráðning letursins á Behistunklettin- um rnjög þýðingarmikil fyrir fornleifafræðina og skipar þannig sess með Rósettu- hellunni, sem fyrr er getið, sem einn af lyklunum að löngu lokaðri fjárhirzlu fornaldarfræða. SÚMER Langmerkasta afrek fornleifafræðinnar, enn sem komið er, er það, að hún fann land, sem fyrir löngu var horfið af landabréfum, mikla og merkilega menn- ingarþjóð, sem hafði bókstaflega týnzt og gleymzt. Vegna rannsókna fornleifa- fræðinga hefir þessi þjóð, Súmerar, bókstaflega risið úr moldu og sagt sögu sína, sem er bæði merkileg og afdrifarík fyrir vestræna menningu. Þegar starfsemi fornleifafræðinnar hófst, um miðja öldina sem leið, vissu menn ekki einu sinni, að þessi þjóð hefði nokkru sinni verið til. Vísindamenn, sem störfuðu að rann- sóknum á rústum í Assyríu og Babylon, voru að leita að minjum frá þessum ríkjum. En bókasafnið í höll Senakeribs kom þeim á slóðina til Súmer, þar sem fljótin miklu höfðu til forna runnið út í Persneska flóann. Komu þá nöfn eins og Erek, Akkad, Kalne og llr smám saman út úr þokunni. Kom þá í ljós, að hér hafði staðið blómlegt menningarríki, löngu áður en Assyría og Babylon komu til sögunnar, um 2500 árum áður en Nebúkadnesar kom til ríkis. En þessi þjóð, saga hennar og menning hafði verið gleymd í gröf sinni í rneira en tvö þúsund ár. Nafnið Sínearland stóð að vísu í Ritningunni, en menn vissu engin deili á því, unz fornleifarannsóknir leiddu í ljós, að Sínear og Súmar voru sama landið. Mikið vantar á, að saga Súmera sé enn fullrannsökuð. En það þykir nú sannað, að þeir hafi lagt grundvöllinn að babylónskri menningu og Vesturlönd hafi þegið margt að láni frá þeim. Mönnum er ekki kunnugt um uppruna þjóð- arinnar, og tunga þeirra, sem var um aldir aðaltungumál allra nágrannaland- anna, er talin hafa verið ólík og óskyld öðrum málum. En þjóðin og menning hennar var í svo miklu áliti, að löngu eftir að hún var liðin undir lok sem sjálf- stæð þjóð lærðu menn tungu hennar í skólum, á svipaðan hátt og lærðir menn leggja stund á latínunám fram á þennan dag. Um útlit og vöxt þessarar þjóðar cr nokkur vitneskja fengin af ýmsum höggmyndum, sem þeir gerðu af konung-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.