Andvari - 01.03.1969, Qupperneq 61
ANDVARI
LJÓS ÚR AUSTRI
59
Elamíta og Akkadíumanna. Allar voru þessar tungur óskiljanlegar til skamms
tíma, og vissu menn ógerla, hvað myndin táknaði. Forn rithöfundur einn hélt
því fram, að þetta væri mynd af kennara með lærisveinum sínurn, og var sú
skoðun lengi í gildi. En það var ekki fyrr en urn miðja öldina sem leið, að þýzk-
um fræðimönnum tókst að ráða fram úr persnesku áletraninni, og svo hinum
síðar með hliðsjón af henni. Reyndist þessi ráðning letursins á Behistunklettin-
um rnjög þýðingarmikil fyrir fornleifafræðina og skipar þannig sess með Rósettu-
hellunni, sem fyrr er getið, sem einn af lyklunum að löngu lokaðri fjárhirzlu
fornaldarfræða.
SÚMER
Langmerkasta afrek fornleifafræðinnar, enn sem komið er, er það, að hún
fann land, sem fyrir löngu var horfið af landabréfum, mikla og merkilega menn-
ingarþjóð, sem hafði bókstaflega týnzt og gleymzt. Vegna rannsókna fornleifa-
fræðinga hefir þessi þjóð, Súmerar, bókstaflega risið úr moldu og sagt sögu sína,
sem er bæði merkileg og afdrifarík fyrir vestræna menningu. Þegar starfsemi
fornleifafræðinnar hófst, um miðja öldina sem leið, vissu menn ekki einu sinni,
að þessi þjóð hefði nokkru sinni verið til. Vísindamenn, sem störfuðu að rann-
sóknum á rústum í Assyríu og Babylon, voru að leita að minjum frá þessum
ríkjum. En bókasafnið í höll Senakeribs kom þeim á slóðina til Súmer, þar sem
fljótin miklu höfðu til forna runnið út í Persneska flóann. Komu þá nöfn eins
og Erek, Akkad, Kalne og llr smám saman út úr þokunni. Kom þá í ljós, að hér
hafði staðið blómlegt menningarríki, löngu áður en Assyría og Babylon komu til
sögunnar, um 2500 árum áður en Nebúkadnesar kom til ríkis. En þessi þjóð,
saga hennar og menning hafði verið gleymd í gröf sinni í rneira en tvö þúsund
ár. Nafnið Sínearland stóð að vísu í Ritningunni, en menn vissu engin deili á
því, unz fornleifarannsóknir leiddu í ljós, að Sínear og Súmar voru sama landið.
Mikið vantar á, að saga Súmera sé enn fullrannsökuð. En það þykir nú
sannað, að þeir hafi lagt grundvöllinn að babylónskri menningu og Vesturlönd
hafi þegið margt að láni frá þeim. Mönnum er ekki kunnugt um uppruna þjóð-
arinnar, og tunga þeirra, sem var um aldir aðaltungumál allra nágrannaland-
anna, er talin hafa verið ólík og óskyld öðrum málum. En þjóðin og menning
hennar var í svo miklu áliti, að löngu eftir að hún var liðin undir lok sem sjálf-
stæð þjóð lærðu menn tungu hennar í skólum, á svipaðan hátt og lærðir menn
leggja stund á latínunám fram á þennan dag. Um útlit og vöxt þessarar þjóðar
cr nokkur vitneskja fengin af ýmsum höggmyndum, sem þeir gerðu af konung-