Andvari

Volume

Andvari - 01.03.1969, Page 63

Andvari - 01.03.1969, Page 63
ANDVARI LJÓS ÚR AUSTRI 61 um sínum og goðum, en þær eru víða til á söfnum Vesturlanda. Þeir virðast hafa veriS litlir vexti, þeldökkir, svarthærSir og nefstórir. Þeir klæddust ullarfötum, en létu sér hvorki vaxa hár né skegg. Þeir voru bænda- og akuryrkjuþjóð, höfðu sauðfénað, geitur og asna, en ekki hesta. Herskáir voru þeir ekki á móts við sumar nágrannaþjóðir sínar, en voru þó taldir duglegir hermenn, er á hólminn kom. Þeir voru hugrakkir fótgönguliðsmenn og stóðu þétt saman í fylkingum; börðust með sverðum, en báru fyrir sig skjöldu úr skinnum. Þeir grófu áveitu- skurði og ræktuðu hafra, hveiti og döðlur. Leirtöflur, í þúsundatali, hafa verið grafnar úr jörðu á þessum slóðum, og gefa þær glögga hugmynd urn menningu þessa fólks um þrjú þúsund ára skeiÖ. TaliÖ er, að þeir hafi ef til vill orðið fyrstir manna til að taka upp ritlist, um 3000 árum f. Kr. í fyrstu var stafróf þeirra myndletur, með mjög takmarkaðri túlkunarhæfni (sjá myndina: Myndaletur Súmera), en þroskaðist stig af stigi og náði æ meiri fjölbreytni og fullkomnun, fyrst meðal Súmera sjálfra og svo með öðrurn þjóðum, sem tóku við því og breyttu því á ýmsa lund. í bókmenntum þeirra gætir mikillar fjölbreytni. Þar eru rit- gerðir um söguleg efni, lagabálkar, sendibréf, fjárhagsskýrslur, en mest ber þó á goða- eða guðfræðinni. Ríki Súmera stóð með blóma um þúsund ár, en að lok- um glötuðu þeir frelsi sínu, bæði vegna sundurlyndis sín á milli og fyrir ásælni herskárra nágrannaþjóða. Hurfu þeir loks með öllu af sjónarsviði sögunnar. En þeir sigruðu sigurvegara sína, eins og Grikkir Rómverja öldum síðar. Menningar- áhrif þeirra eru nú fyrst að koma í ljós. Löngu áður en Grikkir færðu sínar frægu kviður í letur, höfðu Súmerar ritað frásagnir og ort ljóð, sem ætla má, að hafi verið fyrirmyndir grískra spekinga. Þúsund árum áður en elztu rit Biblíunnar voru færð 1 letur höfðu Súmerar samið lagabálka, sköpunar- og syndaflóðssögu. Otrúlega margt í hugmyndaheimi vestrænna þjóða virðist vera upprunnið hjá þessari þjóð, sem rann sitt blómaskeiö fyrir meira en fimm þúsund árum, en sökk svo í rnistur og mold og gleymdist. Mikið af bókmenntum Súmera var grafið upp um síðustu aldamót á stað, sem nefnist Nippnr, um hundrað mílur suður frá Bagdad. Eignaðist háskóla- bókasafnið í Philadelphíu í Pennsylvaníuríki mikiÖ af þessum töflum; mestur hluti þeirra er geymdur í Austurlandasafni Tyrkja í Istanbul. Einkum eru það þrjár greinar þessara bókmennta, sem hafa vakið almenna athygli fræðimanna víða um lönd, en þær fjalla um goðafræði, heimspeki og lögfræði þessarar merku fornþjóðar. Á sviði goðafræðinnar koma tvær sagnir einkum til greina: sköpunarsaga og syndaflóðssaga. Telja menn, að augljós sé skyldleiki milli þessara sagna og hlið- stæðra frásagna Ritningarinnar um sömu efni, sem skráðar voru öldum síðar. Þó er Ijóst, að hugmyndirnar um þessi efni hafa þroskazt á langri leið. I ritum Súmera
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.