Andvari - 01.03.1969, Side 66
64
VALDIMAR J. EYLANDS
ANDVARI
Með þessari sögn leituðust hinir fornu Súmerar við aS réttlæta tilveru sína,
snúast gegn og sigra ill örlög, sem þeir töldu guðina hafa skapað sér. Þessi sama
hugsun kemur fram í klassískum bókmenntum um aldaraðir, eins og t. d. í sögn-
unum urn Promeþeus, Siegfried og Beowulf. Hin mikla ráðgáta um það, á hvem
hátt megi samrýma örlög og frívilja, hefir lengi verið mönnum íhugunarefni.
Goðsögnin um Ischtar (Astarte).
Það litla sem vér vitum um trúarbrögð Súmera, að öðru en hér er skráð að
frarnan, er til vor komið í hinum ýmsu útgáfum goðsagnarinnar um Ischtar, en
hún virðist hafa verið talin frjósemisgyðja í goðaheimi Babyloníumanna. Trúin
er annars fjölgyðistrú. Menn trúa á guðlegan mátt, Elím, en af því er dregið
guðsnafnið Elóhím og Allah. En þessi máttur birtist í óteljandi goðurn eða guð-
um, sem hver um sig er herra vissra staða, borga eða ættbálka. FramliÖnir lifa
þokukenndu lífi á sléttu einni mikilli og þurri í undirheimum, og er sá staður
nefndur Aralu, og þangað fara bæði réttlátir og ranglátir. Allir fá þeir vængi og
fjaðrir og flökta aðgerðarlausir í undirheimum, unz þeim er falið það hlutverk
að hrjá þá, sem lifa, og verða þeim til sem mestrar mæðu.
Á hverju hausti er Ischtar neydd til að fara til undirheima, þar sem systir
hennar, grimm norn Kigal að nalni, ræður ríkjum. Hún verður að fara inn um
sjö hlið, samkvæmt skipun systurinnar, og við hvert þeirra verður hún að leggja
af sér spjör eða skartgrip og kemur svo loks fram fyrir Kigal allsnakin, og er
henni þá samstundis varpað í dýflissu hinna dauðu.
Urn leið og Ischtar yfirgefur jörðina, deyr allur jarðargróður, og tímgunar-
hvöt rnanna og dýra slokknar. Guðir jarðarinnar sakna Ischtar, hún hafði gert
lífið unaðslegt. Nú kemur Ea, vizkudísin, aftur til sögunnar. Hún skapar rnann,
Asu-Shu-Namir, en það nafn þýðir sólarupprisa. Þessi maður er sendur til hel-
heima til að sækja Ischtar, en áður en hún á afturkvæmt til jarðar, verður hún
að hljóta skírn í vatni lífsins. Hún er leidd út sömu leiö og hún kom inn, og við
hvert hliðanna sjö fær hún aftur þær spjarir, sem af henni höfðu verið teknar,
er hún fór inn. Kemur hún svo aftur til jarðheima, með vordögum, í öllum skrúða
sínurn. Má ætla, að menn hafi reynt að gera sér grein fyrir árstíðum með þessum
hætti.
Þessi goðsögn virðist hafa borizt til Grikklands og kemur þar fram í nýrri
mynd. Ischtar er nú nefnd Astarte og birtist þar í þrernur mismunandi persón-
um. Þar er hún allt í senn: Afródíte, ástargyðjan; Demeter, náttúrugyðjan, og
Persefone, frjósemisgyðjan.