Andvari - 01.03.1969, Side 90
88
KARL KRISTJÁNSSON
ANDVARI
þá oft ærið hratt á. Átta ára var hann jafn stór og sterlmr og margir 10 til 12
ára drengir og andlegur þroski hans eftir því. Móðir okkar giftist aftur Helga
Sigurðssyni, og kom þá allmikil breyting á lífskjör okkar. Árið 1850 flutti stjúpi
okkar frá Auðbjargarstöðum, þar sem við höfðum átt heima í fjögur ár, að Ásí
í sömu sveit. Þar bjó hann í fjögur ár. 011 þau ár vorum við bræður saman hjá
stjúpa okkar og móður og áttum við allharðan kost að búa. Árið 1854 brugðu
þau hjón búi og skildu.
Þegar móðir okkar giftist, vorum við báðir allvel læsir, en eftir það var okkur
ekkert kennt. Móðir okkar fékk engu ráðið og átti sjálf við ófrelsi og ill kjör að
búa. Engar nýrri bækur sáum við um þær mundir, en mjög höfðu fornsögurnar
mikil áhrif á okkur.
Ekki man ég með vissu, hve ungur Kristján byrjaði að yrkja, en hann var
þá á Auðbjargarstöðum, og 8 ára fór hann þaðan.
Það var oft vani Kristjáns, þá hann var einn úti, að hann gekk eða hljóp um
sama blettinn fram og aftur og talaði upphátt við sjálfan sig. Hann var þá að
semja sögur eða vísur og vissi ekkert, hvað fram fór í kring um hann. Stundum
nam hann staðar eitt augnablik, horfði beint fram undan sér og þaut svo af
stað aftur.
Eftir að við komum í Ás varð nokkur breyting á þessu, því þá var farið að
reka hann áfram til vinnu. Hann var duglegur við suma vinnu, en gerði mörg
axarsköft. Hann elskaði móður sína, en hataði stjúpa sinn, því hann var honum
vondur. Reiddist hann oft fyrir mína hönd, er mér var misboðið, og sást þá ekki
fyrir í orði og hlaut svo illt fyrir.“
Við skilnað Guðnýjar og Helga 1854 leystist heimilið upp. Guðný var komin
yfir fimmtugt og ekki heilsusterk. Kristján fór þá 12 ára í vist að Ærlækjarseli
í Oxarfirði til Ölafar móðursystur sinnar og manns hennar Guðmundar Árna-
sonar. Þar var hann í tvö ár og fermdist þaðan á Skinnastað vorið 1856. Það
vor fluttist hann svo í vist til móðurfrændfólks að Skógum í sömu sveit. Eftir ár
skipti hann enn um heimili og fluttist að Meiðavöllum í Kelduhverfi til Kristjáns
Sveinbjarnarsonar, bróðursonar móður sinnar. Á Meiðavöllum var hann í tvö ár,
að því er bezt verður séð. Þaðan ræðst hann vinnumaður 17 ára upp á Hólsfjöll,
að EIóli til Brynjólfs Ámasonar og Rannveigar Sveinhjarnardóttur, en hún og
Kristján voru systkinabörn.
Alltaf eftir að Kristján varð að fara frá móður sinni og dvaldist í Öxarfirði
og Kelduhverfi, var hann hjá frændfólki sínu. Sama virðist einnig vera, meðan
hann á heima á Hólsfjöllum, þó að hann teljist vinnumaður og skipti um hús-
bændur.
I huga mínum vaknar sú spurning, hvort móðir hans kunni ekki þarna að