Andvari

Volume

Andvari - 01.03.1969, Page 90

Andvari - 01.03.1969, Page 90
88 KARL KRISTJÁNSSON ANDVARI þá oft ærið hratt á. Átta ára var hann jafn stór og sterlmr og margir 10 til 12 ára drengir og andlegur þroski hans eftir því. Móðir okkar giftist aftur Helga Sigurðssyni, og kom þá allmikil breyting á lífskjör okkar. Árið 1850 flutti stjúpi okkar frá Auðbjargarstöðum, þar sem við höfðum átt heima í fjögur ár, að Ásí í sömu sveit. Þar bjó hann í fjögur ár. 011 þau ár vorum við bræður saman hjá stjúpa okkar og móður og áttum við allharðan kost að búa. Árið 1854 brugðu þau hjón búi og skildu. Þegar móðir okkar giftist, vorum við báðir allvel læsir, en eftir það var okkur ekkert kennt. Móðir okkar fékk engu ráðið og átti sjálf við ófrelsi og ill kjör að búa. Engar nýrri bækur sáum við um þær mundir, en mjög höfðu fornsögurnar mikil áhrif á okkur. Ekki man ég með vissu, hve ungur Kristján byrjaði að yrkja, en hann var þá á Auðbjargarstöðum, og 8 ára fór hann þaðan. Það var oft vani Kristjáns, þá hann var einn úti, að hann gekk eða hljóp um sama blettinn fram og aftur og talaði upphátt við sjálfan sig. Hann var þá að semja sögur eða vísur og vissi ekkert, hvað fram fór í kring um hann. Stundum nam hann staðar eitt augnablik, horfði beint fram undan sér og þaut svo af stað aftur. Eftir að við komum í Ás varð nokkur breyting á þessu, því þá var farið að reka hann áfram til vinnu. Hann var duglegur við suma vinnu, en gerði mörg axarsköft. Hann elskaði móður sína, en hataði stjúpa sinn, því hann var honum vondur. Reiddist hann oft fyrir mína hönd, er mér var misboðið, og sást þá ekki fyrir í orði og hlaut svo illt fyrir.“ Við skilnað Guðnýjar og Helga 1854 leystist heimilið upp. Guðný var komin yfir fimmtugt og ekki heilsusterk. Kristján fór þá 12 ára í vist að Ærlækjarseli í Oxarfirði til Ölafar móðursystur sinnar og manns hennar Guðmundar Árna- sonar. Þar var hann í tvö ár og fermdist þaðan á Skinnastað vorið 1856. Það vor fluttist hann svo í vist til móðurfrændfólks að Skógum í sömu sveit. Eftir ár skipti hann enn um heimili og fluttist að Meiðavöllum í Kelduhverfi til Kristjáns Sveinbjarnarsonar, bróðursonar móður sinnar. Á Meiðavöllum var hann í tvö ár, að því er bezt verður séð. Þaðan ræðst hann vinnumaður 17 ára upp á Hólsfjöll, að EIóli til Brynjólfs Ámasonar og Rannveigar Sveinhjarnardóttur, en hún og Kristján voru systkinabörn. Alltaf eftir að Kristján varð að fara frá móður sinni og dvaldist í Öxarfirði og Kelduhverfi, var hann hjá frændfólki sínu. Sama virðist einnig vera, meðan hann á heima á Hólsfjöllum, þó að hann teljist vinnumaður og skipti um hús- bændur. I huga mínum vaknar sú spurning, hvort móðir hans kunni ekki þarna að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.