Andvari

Volume

Andvari - 01.03.1969, Page 93

Andvari - 01.03.1969, Page 93
ANDVARI ALDARÁRTÍÐ KRISTJÁNS FJALLASKÁLDS 91 einangrazt. Er fundin um þetta bréfleg heimild frá hans hendi, svo lengur þarf ekki ágizkanir um tíma og tildrög. Kristján var í Latínuskólanum fjóra vetur, — tvo vetur í 2. hekk. Hann lilaut vináttu margra skólabræðra sinna og tók mikinn þátt í félagslífi í skólanum, orti flest skólaminni á sínum tíma og samdi leikrit fyrir skólaskemmtanir. „Kvöldfélagið" var málfunda- og menningarfélag í Reykjavík um þessar mundir. Það var fámennt, því það stóð ekki öllum opið. Kaus sér félagsmenn og var þannig skipað völdu liði. Vildi „reyna að vekja innlent menntalíf sér í lagi í skáldskap og fögrum listum". Ræddi stefnur og strauma í andlegri þróun um- heimsins. I þetta samfélag var boðinn velkominn sauðamaðurinn norðan af EIóls- fjöllum. í félaginu samtímis honum er sagt að hafi verið aðeins tveir af skóla- bræðrum hans. Það voru skáldin Valdimar Briem og Jón Ólafsson. Kristján lét allmikið að sér kveða í Kvöldfélaginu. Skólabræður hans liafa minnzt hans í ritum, og verða orð þeirra að teljast allgóðar heimildir um manninn, það sem þau ná. Jón Ólafsson, skáld, var tryggða- vinur Kristjáns, gaf út ljóðmæli hans að honum látnum 1872 og skrifaði mynd- arlegt æviágrip með. Lét endurprenta ljóðmælin tvisvar. Indriði skáld Einarsson segir í bókinni Séð og lifað, er kom út 1936: „Haustið 1864 kont Kristján Jónsson, skáldið, í Latínuskólann. Hann var þá 22 ára að aldri. Hann er einhver sá af skólabræðrum mínum, sem ég ber hlýj- astan hug til. Eg virti hann mjög bæði vegna skáldskapar hans og skynsemi þroskans, sem hann hafði framyfir okkur hina, enda var hann níu árum eldri en ég. Hann bar höfuð og herðar yfir samtíðarmenn sína í skólanum og var mikils- metinn af skólabræðrum sínum. Hann var þýður í vináttu og ljúfur í umgengni. Hann var sómi Latínuskólans út á við. Hann orti minnin okkar og samdi leik- ritin, sem við lékum og bæjarmönnum féllu þau mjög vel í geð, einkum kvæðin að ég held. Kvæðin, sem komu út eftir hann í blöðum, áunnu honum hylli út um allt land. Reykvíkingar mátu Kristján mikils, höfðu hann í hávegum sem skáld". En þrátt fyrir mannhyllina og það mikla gengi, sem Indriði segir frá, að Kristján Jónsson hafi notið, sagði hann sig úr skólanum og hætti námi vorið 1868. Alitið er, að fátækt, heilsubilun, ástríða til vínnautnar og þunglyndi hafi valdið því, að hann gafst upp á skólagöngunni. Hann var snauður að fjármun- um. Kaupavinna á sumrin náði skammt til öflunar námseyris. Ölmusugjafir var þungbært að þiggja og ekki á að treysta ár eftir ár. — Hann fann til þrálátrar vanheilsu, hafði oft sting fyrir brjósti. — Bakkus, sem marga hefir illa leikið fyrr og síðar, eitraði líf hans. Eðlislægt þunglyndi sótti á hann með listrænu afli gáfna hans. Á honum sannaðist það, sem í Hávamálum stendur: „Snoturs
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.