Andvari - 01.03.1969, Qupperneq 93
ANDVARI
ALDARÁRTÍÐ KRISTJÁNS FJALLASKÁLDS
91
einangrazt. Er fundin um þetta bréfleg heimild frá hans hendi, svo lengur þarf
ekki ágizkanir um tíma og tildrög.
Kristján var í Latínuskólanum fjóra vetur, — tvo vetur í 2. hekk. Hann lilaut
vináttu margra skólabræðra sinna og tók mikinn þátt í félagslífi í skólanum, orti
flest skólaminni á sínum tíma og samdi leikrit fyrir skólaskemmtanir.
„Kvöldfélagið" var málfunda- og menningarfélag í Reykjavík um þessar
mundir. Það var fámennt, því það stóð ekki öllum opið. Kaus sér félagsmenn og
var þannig skipað völdu liði. Vildi „reyna að vekja innlent menntalíf sér í lagi
í skáldskap og fögrum listum". Ræddi stefnur og strauma í andlegri þróun um-
heimsins. I þetta samfélag var boðinn velkominn sauðamaðurinn norðan af EIóls-
fjöllum. í félaginu samtímis honum er sagt að hafi verið aðeins tveir af skóla-
bræðrum hans. Það voru skáldin Valdimar Briem og Jón Ólafsson. Kristján lét
allmikið að sér kveða í Kvöldfélaginu.
Skólabræður hans liafa minnzt hans í ritum, og verða orð þeirra að teljast
allgóðar heimildir um manninn, það sem þau ná. Jón Ólafsson, skáld, var tryggða-
vinur Kristjáns, gaf út ljóðmæli hans að honum látnum 1872 og skrifaði mynd-
arlegt æviágrip með. Lét endurprenta ljóðmælin tvisvar.
Indriði skáld Einarsson segir í bókinni Séð og lifað, er kom út 1936:
„Haustið 1864 kont Kristján Jónsson, skáldið, í Latínuskólann. Hann var þá
22 ára að aldri. Hann er einhver sá af skólabræðrum mínum, sem ég ber hlýj-
astan hug til. Eg virti hann mjög bæði vegna skáldskapar hans og skynsemi
þroskans, sem hann hafði framyfir okkur hina, enda var hann níu árum eldri en
ég. Hann bar höfuð og herðar yfir samtíðarmenn sína í skólanum og var mikils-
metinn af skólabræðrum sínum. Hann var þýður í vináttu og ljúfur í umgengni.
Hann var sómi Latínuskólans út á við. Hann orti minnin okkar og samdi leik-
ritin, sem við lékum og bæjarmönnum féllu þau mjög vel í geð, einkum kvæðin
að ég held. Kvæðin, sem komu út eftir hann í blöðum, áunnu honum hylli út
um allt land. Reykvíkingar mátu Kristján mikils, höfðu hann í hávegum sem
skáld".
En þrátt fyrir mannhyllina og það mikla gengi, sem Indriði segir frá, að
Kristján Jónsson hafi notið, sagði hann sig úr skólanum og hætti námi vorið
1868. Alitið er, að fátækt, heilsubilun, ástríða til vínnautnar og þunglyndi hafi
valdið því, að hann gafst upp á skólagöngunni. Hann var snauður að fjármun-
um. Kaupavinna á sumrin náði skammt til öflunar námseyris. Ölmusugjafir var
þungbært að þiggja og ekki á að treysta ár eftir ár. — Hann fann til þrálátrar
vanheilsu, hafði oft sting fyrir brjósti. — Bakkus, sem marga hefir illa leikið
fyrr og síðar, eitraði líf hans. Eðlislægt þunglyndi sótti á hann með listrænu
afli gáfna hans. Á honum sannaðist það, sem í Hávamálum stendur: „Snoturs