Andvari - 01.03.1969, Side 102
100
JAKOB BENEDIKTSSON
ANDVAEt
tilraun til að skipa safni sínu í orðabókarform. Og það sem lakara var: frá því
var þannig gengið, á örsmáum miðum, gríðarlega illa skrifuðum, að næsta erfitt
var fyrir aðra menn að hafa þess nokkur not. Sem betur fór skrifaði sá mikli
birðu- og nytjamaður, Páll Pálsson stúdent, allt safnið upp í stafrófsröð, og hefur
sú uppskrift verið heimild þeirra sem síðar hafa notað safnið.5 En enginn hefur
lagt út í að bera uppskrift Páls saman við miða Schevings; þar eru þó augljósar
villur, sem ekki er að vita hvorum eru að kenna, Scheving eða Páli. Með þessum
annmörkum, sem nú hefur verið drepið á, er þetta safn þó stórmerkileg heimild
um íslenzkt mál á síðari helmingi 18. aldar og fyrri helmingi hinnar 19. Þar er
mikið tekið úr prentuðum bókum allt fram undir andlát Schevings 1861, nokkuð
úr handritum og allmikið úr mæltu máli. Þar er eins og í Lbs. 220, 8vo mjög oft
getið um heimkynni slíkra orða og með samskonar orðalagi eins og í eldra safn-
inu. í þessu safni er geysimikill orðaforði, sem þá var ekki til á neinni orðabók
um íslenzka tungu, en það átti sín lengi að bíða að sá orðaforði kæmist á prent.
Þó varð svo að lokum, því að í orðabók Sigfúsar Blöndals var tekinn upp allur
obbinn af orðaforða Schevings, og má heita að meginið af orðaforða Blöndals-
bókar úr eldri ritum íslenzkum sé runnin frá orðabók Björns Halldórssonar og
safni Schevings. Hinsvegar notaði Blöndal ekki Lbs. 220, 8vo, sem var skaði,
því að mjög lítið af þeim orðaforða sem þar er geymdur var tekinn upp í hið
meira safn Schevings, en þar er reyndar enn ein röksemd fyrir því að Scheving
hafi sjálfur verið höfundur að Lbs. 220, 8vo.
Hallgrímur Scheving var kennari við latínuskólann á Bessastöðum og í
Reykjavík í rösk 40 ár og hafði vitanlega ærið fyrir stafni í því embætti. Orða-
bókarstarf sitt vann hann í hjáverkum og hlaut aldrei neitt endurgjald fyrir.
Hann hefur sýnilega haft meiri náttúru til söfnunar en til skipulegra vinnu-
bragða, og óvíst hvort hann hefur nokkurn tíma gert sér vonir um að semja orða-
bók upp úr söfnum sínum; a. m. k. er ekki að sjá nein merki þess í handritum
hans, nema ef kalla mætti Lbs. 220, 8vo tilraun í þá átt. En það er í rauninni
ekki orðabók heldur viðbótarsafn við orðabók Björns Halldórssonar, eins og áður
var sagt. En elja Hallgríms við orðasöfnun var söm fyrir því; og þótt síðar yrði,
kom hún loks að notum í orðabók Sigfúsar Blöndals.
Eins og ráða má af bréfsorðum Sveinbjarnar Egilssonar, sem tilfærð voru hér
á undan, hefur honum snemma orðið Ijóst að vinnubrögð Hallgríms Schevings
voru slík að litlar líkur voru til að honum tækist að koma verkinu frá sér. En
sem betur fór voru vinnubrögð Sveinbjarnar og afköst með öðrum hætti. Meðan
Sveinbjörn var við nám í Kaupmannahöfn 1814—19 byrjaði hann að skrifa upp
5) Uppskriftin er í Lbs. 383-85, 4to.