Andvari

Volume

Andvari - 01.03.1969, Page 106

Andvari - 01.03.1969, Page 106
104 JAKOB BENEDIKTSSON ANDVABI legu. Erfingjar hans fólu nú Konráði að halda orðabóharverkinu áfram, og vann hann að því enn í sjö ár ásamt nokkrum íslenzkum aðstoðarmönnum, en meðal þeirra voru Gísli Magnússon, síðar latínuskólakennari, Eiríkur Jónsson, Bene- dikt Gröndal o. fl. Árið 1854 var handritið að mestu tilbúið, en þá höfðu erf- ingjar Cleasbys misst þolinmæðina og heimtuðu að fá handritið til Englands í því ástandi sem það þá var í. Síðan lá það þar í salti í tíu ár og var ekkert að- hafzt til þess að ganga frá því til prentunar. En árið 1864 var Guðbrandur Vig- fússon ráðinn til að búa handritið til prentunar; hann gekk að því með sínum venjulega dugnaði og lauk því á næstu árum, svo að orðabókin kom út á árunum upp úr 1869 og var að fullu lokið 1874. Guðbrandur breytti tilvitnunum, sem oft vom til handrita, í tilvísanir í útgáfur sem út höfðu komið síðan byrjað var á orðahókinni, stytti sumar greinar nokkuð, en jók ýmsu við, ekki sízt orðum úr síðara máli. í því efni hafði hann engin kerfisbundin söfn að styðjast við, svo að þessar viðbætur voru fremur handahófskenndar; sum þau orð sem Guð- brandur tilfærir svo sem orð úr nýmáli eru í rauninni kunn allt aftur í fornt mál, og í öðrum tilvikum er ekki ljóst að orðum verði ekki fundinn staður í fornrit- um. Þessar viðbætur Guðbrands hafa því stundum leitt erlenda menn á villi- götur. Hitt var öllu leiðara, að þegar bókin kom út var í formála hennar allt gert til að draga úr starfi Konráðs við orðabókina, en þeim Cleasby og Guðbrandi gefin dýrðin. Formálinn var runninn undan rifjum erfingja Cleasbys, og hefur vafalaust átt að vera málsvöm fyrir framkomu þeirra við Konráð, þar sem hann hafði hvergi fengið nærri að koma endanlegri gerð bókarinnar. Þetta lögðu margir íslendingar Guðbrandi til lasts, en Konráð lét aldrei neitt uppi um málið opin- berlega. í rauninni var ekki að fullu skýrt frá þætti Guðbrands í orðabókarverk- inu fyrr en í formála Sir Williams Craigies við endurprentun orðabókarinnar 1957. Sir William hafði athugað hvemig málinu var háttað, og styðst það sem hér hefur verið sagt við orð hans. Orðabók þessi er ávrllt kennd við Cleasby og Guðbrand Vigfússon, en af því sem nú hefur verið sagt er ljóst að Konráð og samverkamenn hans unnu meginhlutann af verkinu sem að baki orðabókarinnar liggur. Þessi orðabók var mikill merkisviðburður i sögu íslenzkrar orðabókagerðar. Þama var í fyrsta sinn saman kominn mjög verulegur hluti orðaforðans úr ís- lenzkum fornritum; þýðingar voru á heimsmáli, og þær vom yfirleitt nákvæmar, og allt skipulag orðabókarinnar greinargott og handhægt. Helzti galli bókarinnar er að dæmin eru ekki alltaf nákvæm, þar sem efninu var oft safnað úr ófull- nægjandi útgáfum. Bókin er stöðugt til mikils gagns, enda hefur hún verið endur- prentuð, þó að notagildi hennar hafi rýrnað vegna þess að meginið af þeim út- gáfum sem til er vitnað em nú úreltar og aðrar betri komnar í staðinn. Hinsvegar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.