Andvari - 01.03.1969, Side 119
ANDVARI
SEX BRÉF TIL STEPHANS G. STEPHANSSONAR
117
lenzku talað og skrifað dönsku og ensku sómasamlega og nokkru lakar líka þýzku,
frönsku, ítölsku og latínu, líka sænsku (ef til vill); svo get ég lesið grísku, spænsku,
hollenzku og portúgölsku (með orðabókum), svo hef ég gutlað eitthvcð í engil-
saxnesku, gotnesku, sanskrít, hebresku, arabísku, persnesku; armenísku (sem ég
hætti við af því, hvað mér fannst hún vera ljót), rússnesku, pólsku, tékkisku og
serbnesku — við skulum segja ég gæti komizt fram úr léttum texta með orða-
bók í slavnesku málunum —, en í sanskrít og arabísku etc. þekki ég nú orðið ekki
nema bókstaf á stangli. Samt hef ég haft það upp úr því, að ég hef fengið yfirlit
yfir bygging ólíkra mála og á því hægra með að átta mig á ýmsum fyrirbrigðum,
sem koma fktt upp á menn, sem einungis þekkja mál af sömu eða fáum mála-
bálkum.1) Og núna hef ég á síðari árum átt dálítið við kínversku, og ef ég get,
langaði mig líka til að fá snefil af hugmynd um japönsku síðar meir. Ef ég nú
væri að monta af þessu eða þættist nota þetta nokkuð til málfræðivísinda, mættir
þú telja mig útvalið húmbúgg, en sannast að segja þykir mér gaman að þessu, á
sama hátt og t. d. sumum þykir gaman að spila — ég fer að geispa, þegar ég sit
við spil lengur en hálftíma — eða dansa, — einn kunningi minn vildi fá mig
nýlega til að læra nýju dansana, en ég sór og sárt við lagði, að ef ég hefði tíma
afgangs, skyldi ég reyna að læra persnesku í staðinn almennilega, því það er
mál, sem ég sé eftir að hafa bara kákað við. Og svo er annað, að eiginlegur mál-
fræðingur er ég ekki og verS jldrei. Því mér finnst málfræði eins og hún almennt
er skilin og framin vera meira kenningar um föt en um lifandi verur. Hljóðskipt-
m og breytingar orðmynda, hljóðfræðin, orðmyndunarfræðin, orðskipunarfræðin
o. s. frv. eru allt í sjálfu sér merkilegar og þýðingarmiklar greinar, sem málfræð-
mgarnir fást við, eins og skraddaraiðnin er merkileg og þörf iðn, en þær eru
ahar að minni hyggju lítils virði í samanburði við þýðingafræSina (semantik,
semasiologi, sem sumir kalla). Þýðingarnar í orðununi eru sálin í málunum og
að rekja þýðingarnar og breytingar þeirra er gaman. Hinar greinar málfræðinnar
eru aðallega í mínum augum verkfæri til þess. En nú kemur það skrýtnasta. Þýð-
mgafræðin er mér samt, eins og málin sjálf, langkærust vegna þess að hún bregð-
ur svo oft ljósi yfir hugsunarhátt og menningu þjóðanna. Með öðrum orðum,
málið og allt, sem málfræðivísindum tilheyrir, hefur mest verðmæti fyrir mig að
því leyti sem ég á þann hátt get fengið ný verkfæri til að skyggnast inn í hugs-
unarhátt, sögu og menningu hverrar þjóðar. Og þú munt, ef þú gætir að, á
hverri blaðsíðu í orðabókinni minni fá vott um það, að þetta hefur verið ríkjandi
grundvallarstefnan hjá mér; þess vegna er svo margt þar af dæmum, sem sýna
1) Við indíána- og svertingjamál get ég varla sagt að ég hafi átt — þó vil ég ekki alveg sverja
fyrir lauslæti á þeim sviðum, líka við sum önnur indjsk mál, en það er allt svo ómerkilegt, að ég
vil ekki telja það.