Andvari

Volume

Andvari - 01.03.1969, Page 121

Andvari - 01.03.1969, Page 121
ANDVAIU SEX BRÉF TIL STEPHANS G. STEPHANSSONAR 119 veit ég ekkert, og flest heimska verður að fordómum. Þó vissi ég, að málfræðingar eru þarfa-menn. En oft fannst mér, að það væru menn, sem byðu mér til borðs með sér, en á borðum væri tóm bein. Það er skáldið í þér, Sigfús, sem hefir varnað þér að verða eintómur „beina-karl“. í þínum fræðum kann ég minna en ekkert, en ég skil viðhorf þitt og þykir vænt um það. í mínum augum verður „holdið" „orð“ á tungum manntnna, hjá þeim sem hefir eyru til að heyra. Marga ánægju- stund um dagana hefi ég haft af því, að einhverju orði hefir rignt í þegjandi hugann, mér fundizt eins og mér birtist þar andi framliðinna, sem opnaði mér sál sína og sögu. Ég hefi dáðst að því með sjálfum mér, hvað einhver óþekktur hugur gat myndað tungutak sitt, svona fagurlega-hárrétt, eða ég hefi rakið flæk- ing einhvers orðs í munni mannanna, þótzt hitta og þekkja, á svipnum, heila herskara af einni og sömu ættkvísl, jafnvel geta greint, í hverjum félagsskap þau hafi búið, ýmist sér til upphefðar eða niðumíðslu. Og þess vegna skil ég þína átt, þó hvergi viti ég vegamerkin. Þú minnist á, að öðrum eigir þú mikið að þakka, að orða-bók þín varð það, sem hún varð. Auðvitað — og það rýrir ekki þitt starf. Ég ímynda mér, að ef við gætum reytt sjálfa okkur sundur, tutlu fyrir tutlu, og gætum með vissu merkt, hvaðan hver er komin, þá yrði sennilega lítið eftir, sem við einir ættum allt í. Enda er það næg frægð og frumleiki að hafa orðið fyrir því láni að verða geisla- safnari einhvers, sem andlegt er, og raðað þeim úr dreifinni í fulkomnara ljósa- kerfi. Ég er óviss í, að nokkur komist hærra. Verði þér svo virðing og þökk fyrir orðabók þína, Sigfús. Kannske að hún og „Völuspá" Sigurðar Nordals eigi eftir að verða metin stærstu stigin í bókmenntum okkar, þessi síðustu ár.-------- Kaupmannhöfn, 18. maí 1924. Kæri vinur. Hjartanlega þakka ég þér fyrir bréf þitt, dags. 13. marz, og tvö bindi af „And- vökum“ þínum, sem komu rétt á eftir — og mér þókti einkar vænt um að fá. Ég ætla nú að leggja á stað til íslands í næsta mánuði og verða þar til hausts- ins til að fullgera orðabókina og koma fyrir ýmsu, sem að henni lýtur. — Mér þykir í aðra röndina hálfleiðinlegt að þurfa alltaf að dúsa við vinnu í Reykjavík, þegar ég á færi að dvelja á íslandi — ég fór svo ungur þaðan, að ég þekkti svo lítið af landinu, og á ýmsa af frægustu stöðunum hef ég aldrei komið. Ég skamm- ast mín nærri því fyrir það, að ég þekki sum önnur lönd, t. d. Danmörku og Svissland, betur en ísland. Máske þetta lagist nú síðar meir. Mikið segir þú mér af sundurþykki ykkar Vestur-íslendinga, og þetta þykir mér leitt. En er ekki alltaf og alstaðar sama sagan með okkar þjóð? Ekki erum við hér í Danmörku bauninni betri en þið eruð. Ef einhver landi kemst upp hér,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.