Andvari - 01.03.1969, Síða 121
ANDVAIU
SEX BRÉF TIL STEPHANS G. STEPHANSSONAR
119
veit ég ekkert, og flest heimska verður að fordómum. Þó vissi ég, að málfræðingar
eru þarfa-menn. En oft fannst mér, að það væru menn, sem byðu mér til borðs
með sér, en á borðum væri tóm bein. Það er skáldið í þér, Sigfús, sem hefir varnað
þér að verða eintómur „beina-karl“. í þínum fræðum kann ég minna en ekkert,
en ég skil viðhorf þitt og þykir vænt um það. í mínum augum verður „holdið"
„orð“ á tungum manntnna, hjá þeim sem hefir eyru til að heyra. Marga ánægju-
stund um dagana hefi ég haft af því, að einhverju orði hefir rignt í þegjandi
hugann, mér fundizt eins og mér birtist þar andi framliðinna, sem opnaði mér
sál sína og sögu. Ég hefi dáðst að því með sjálfum mér, hvað einhver óþekktur
hugur gat myndað tungutak sitt, svona fagurlega-hárrétt, eða ég hefi rakið flæk-
ing einhvers orðs í munni mannanna, þótzt hitta og þekkja, á svipnum, heila
herskara af einni og sömu ættkvísl, jafnvel geta greint, í hverjum félagsskap þau
hafi búið, ýmist sér til upphefðar eða niðumíðslu. Og þess vegna skil ég þína
átt, þó hvergi viti ég vegamerkin.
Þú minnist á, að öðrum eigir þú mikið að þakka, að orða-bók þín varð það,
sem hún varð. Auðvitað — og það rýrir ekki þitt starf. Ég ímynda mér, að ef við
gætum reytt sjálfa okkur sundur, tutlu fyrir tutlu, og gætum með vissu merkt,
hvaðan hver er komin, þá yrði sennilega lítið eftir, sem við einir ættum allt í.
Enda er það næg frægð og frumleiki að hafa orðið fyrir því láni að verða geisla-
safnari einhvers, sem andlegt er, og raðað þeim úr dreifinni í fulkomnara ljósa-
kerfi. Ég er óviss í, að nokkur komist hærra. Verði þér svo virðing og þökk fyrir
orðabók þína, Sigfús. Kannske að hún og „Völuspá" Sigurðar Nordals eigi eftir
að verða metin stærstu stigin í bókmenntum okkar, þessi síðustu ár.--------
Kaupmannhöfn, 18. maí 1924.
Kæri vinur.
Hjartanlega þakka ég þér fyrir bréf þitt, dags. 13. marz, og tvö bindi af „And-
vökum“ þínum, sem komu rétt á eftir — og mér þókti einkar vænt um að fá.
Ég ætla nú að leggja á stað til íslands í næsta mánuði og verða þar til hausts-
ins til að fullgera orðabókina og koma fyrir ýmsu, sem að henni lýtur. — Mér
þykir í aðra röndina hálfleiðinlegt að þurfa alltaf að dúsa við vinnu í Reykjavík,
þegar ég á færi að dvelja á íslandi — ég fór svo ungur þaðan, að ég þekkti svo
lítið af landinu, og á ýmsa af frægustu stöðunum hef ég aldrei komið. Ég skamm-
ast mín nærri því fyrir það, að ég þekki sum önnur lönd, t. d. Danmörku og
Svissland, betur en ísland. Máske þetta lagist nú síðar meir.
Mikið segir þú mér af sundurþykki ykkar Vestur-íslendinga, og þetta þykir
mér leitt. En er ekki alltaf og alstaðar sama sagan með okkar þjóð? Ekki erum
við hér í Danmörku bauninni betri en þið eruð. Ef einhver landi kemst upp hér,