Andvari - 01.03.1969, Síða 142
140
GEORGE JOEINSON
ANDVARl
með meiri hraða en oss hafði dreymt um að unnt væri áður, og vér njótum betri
lífsskilyrða en nokkurn tíma fyrr.
Þegar öll kurl koma til grafar, verSur úr þessu virkilegur nýr heimur.
Eg geri ráð fyrir, að það sé líkt á komið fyrir oss og Bjarna Herjólfssyni. Oss
ber fyrir veðrum, sem vér ráðum ekki við, og áttum oss í rauninni ekki á því, að
vér erum komnir á stað, sem vér vissum ekki, að væri til. Vér getum þó ekki nú
líkt og Bjarni Herjólfsson siglt í haf án þess að taka land. Vér eigum ekki að
öðru landi að hverfa og verðum því að læra að sætta oss við það.
Vér erum að þessu leyti í sama hát og Leifur, vér getum ekki horfið aftur
og verðum að una landi því, sem vér höfum fundið. Vér verðum aS laga oss að
nýjum aðstæðum, líkt og forfeður vorir gerðu á Grænlandi, íslandi og Norður-
löndum. Ég ætla að nefna afbragðsdæmi um hina miklu aðlögunarhæfileika for-
feðranna meS því að segja frá skemmtilegu atviki úr reynslu minni.
Eina skiptið, sem ég hef komið til íslands, veittist mér sá heiSur að heimsækja
forsetasetrið á Bessastöðum, þar sem sjálfur Snorri Sturluson átti bú forðum. Ég
sá kýr á beit þar úti á túninu og veitti því athygli, að þær voru smáar vexti hjá
nautgripum í Norður-Ameríku. Ég spurði Ásgeir forseta, hverju þetta sætti. Hann
brosti og svaraði, að grasvöxtur væri lítill á íslandi, nautgripir væru því smá-
vaxnari, þeir ætu minna.
Sagan er auSvitað ekki öll sögS með þessu dæmi. Hinir norrænu forfeður
vorir áttu hlut að því að byggja Rússland, Frakkland og Bretlandseyjar — og á
síðari tímum Kanada og Bandaríkin. Og hvar sem vér höfum farið, höfum vér
orðiS að laga oss að nýjum aðstæðum, nýjum grönnum, að gersamlega nýjum
heimi.
Forfeður vorir urðu líkt og Leifur varir viS umskiptín, og það verðum vér
einnig að vera á vorum dögum. Vér erum frjálsir að því, hvort vér fylgjum dæmi
Bjama Herjólfssonar, látum reka án þess að vita, hvert vér fömm, eða vér höld-
um eins og Leifur Eiríksson markvisst á vit hins nýja heims.
En hinir fornu forfeður vom ekki allir ævintýramenn. Þeir voru ekki allir á
því að breyta til. Sumir sátu um kyrrt í Noregi eða Svíþjóð í kunnum átthögum,
í sama veðurfari, og áttu í erjum sín á milli, eins og fara gerði. Vér getum hins
vegar á vorum dögum ekki setið um kyrrt, úr því að umskiptin em eitt sinn
orðin. Fyrir oss öllum er komið sem Leifi Eiríkssyni. Vér emm allir til þess
kvaddir að kanna hinn nýja heim, heim „tækniþjóðfélagsins", eins og franskur
vísindamaður, Jacques Ellul, hefur kallað hann.
Heimalningar eru auðvitað enn á dögum. Vér höfum enn á meðal vor menn,
sem neita því, að breytinga sé þörf, sem þverskallast við hinum raunverulega
nýja heimi, sem þróazt hefur umhverfis oss. Þessir menn segja: „Virðum að vett-