Andvari

Volume

Andvari - 01.03.1969, Page 143

Andvari - 01.03.1969, Page 143
ANDVARI ERINDI 141 ugi vaxandi þörf fyrir hvers konar þjónustu í heilbrigÖis-, velferÖar- og mennta- málum." Það, sem þeir segja, er auðvitað þetta: „Vér skulum engu skeyta um framtíðina." Hvað um það, vér sem í stjórn erum, getum ekki farið svo að. Og það getur raunar enginn gert, hver sem staða hans kann að vera. Vér verðum allir sem einn að horfast í augu við þann vanda að halda borgum vorum hreinum og lífvænlegum, þótt það verði æ kostnaðarsamara. Vér verðurn að vera þess búnir að veita börnum vorum sífellt betri menntun, þótt kosta verði stöðugt meira til hennar. Af hverjum 960 íbúum Manitobafylkis, eru nú 260 við einhvers konar nám, og athuganir sýna, að þeim fer fjölgandi, er leggja stund á langt framhaldsnám. Vér verðum að færa oss í nyt nýja tækni í læknavísindum og húsagerð, láta hina öldnu, fátæku og fötluðu njóta góðs af framleiðslu og þjónustu vaxandi iðnaðar og horfa ekki í sífellt aukinn kostnað. Vér eigum ein- faldlega ekki annars úrkosti. Vér getum ekki horfið aftur til þess tíma, þegar hver maður gat verið sjálfum sér nægur, eins og eyja út af fyrir sig. Enginn fær staðizt einn á vorum dögum og enginn frarnar skorazt undan þeim skyldum, sem hann á að gegna við samborgara sína í þessum margslungna heimi. Undanfarin tvö ár hefur verið á döfinni í Winnipeg víðtæk athugun á hvers konar félagslegri þjónustu (Social Service Audit). Athugun þessi, sem er að nokkru leyti á vegum Manitobastjórnar, er tilraun til að meta notagildi þeirrar þjónustu, er ýmsar stofnanir og stjórnardeildir veita öllum þegnum fylkisins. Fróðlegasta og jafnframt raunverulegasta niðurstaða þessarar athugunar allrar er sú, að vér njótum allir félagslegrar þjónustu. Vér njótum hennar í fræðslukerf- inu, skemmtunum, á sjúkrahúsum, sem læknishjálpar, fjárhagsaðstoðar eða ráða sérfróðra manna. Vér njótum auðvitað ekki allir sömu þjónustu, en allir ein- hverrar. Þetta er eitt gleggsta einkenni hins nýja heims, að vér eru allir að meira eða minna leyti háðir hver öðrum í að kalla hverjum einasta þætti tilveru vorrar. Þessi umskipti varða oss því alla. Vér getum ekki leyft oss þann munað að ætla að skerast úr leik. Þótt enn séu margir, sem fást ekki til að viðurkenna nauðsyn þess að laga sig að nýjum heimi, eru einnig margir fúsir líkt og Leifur Eiríksson til að kanna þetta nýja land og benda á þá leið, sem vér verðum að fara. Vér höfum slíka menn við stjórnarstörf, í hug- og raunvísindum og félagsfræðum. Einn þeirra er ameríski hagfræðingurinn John Kenneth Galbraith. Hann sýn- ir fram á það í bók sinni Allsnægtaþjóðfélaginu (The Affluent Society), hversu mjög vér erum orðnir háðir hver öðrum. Hann leggur því til, að vér viðurkenn- um þetta og vinnum saman að allra heill, eflingu hennar og varðveizlu. Hann spyr, hvaða vit sé í því, að maður, sem býr í ríkulegu húsi í úthverfi, þar sem ólag sé á hirðingu úrgangs og félagsleg þjónusta af skornum skammti,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.