Andvari

Árgangur

Andvari - 01.03.1969, Blaðsíða 149

Andvari - 01.03.1969, Blaðsíða 149
ANDVARI ÍSLENZKUR PRÓSASKÁLDSKAPUR 1968 147 hina hreinu skáldsögu, sagan, sem er einungis saga án tilgangs utan sjálfrar sín, lifandi veröld eigin lögmála. Listin sjálfrar sín vegna er að sjálfsögðu hundgamalt hugtak og hefur löng- um verið vígorð og óskadraumur íhaldssamrar hugmyndafræði. Vera má, að Kristnihald undir Jökli sé einhvers konar tilraun til að skrifa hina hreinu skáldsögu með tækni segulbands og íþrótt ævintýrs. Svo mikið er víst, að mikið af skopskyni höfundar beinist gegn fyrirbærum, 'sem láta nútíma- vanda með öllu ósnertan. Það er sóun af höfundi með getu Laxness að skrifa nú síðu upp og síðu niður um tertur og kaffiþamb, jafnvel sjálft prinspólókexið, hversu þjáðir sem menn kunna að hafa verið af kaffirót á kreppuárunum. Ollu nær nútímanum er sú skopmynd af síðhæringum borgaralegrar uppreisnaræsku, er lesa má úr lærisveinum dr. Sýngmanns. Hjá því getur varla farið um jafnmikilvirkan höfund og Laxness, að hann taki að skrifa sjálfan sig upp að einhverju leyti. Slíkt er algengt meðal hinna mestu meistara; minnumst Ibsens, Strindbergs, Hamsuns, svo að litazt sé um í nágrenninu. 1 Kristnihaldi undir jökli má finna ýmsar hliðstæður við eldri verk Laxness, bæði minni, persónur og aðstæður. Hlýt ég þá að játa, að mér þykja margar eldri sögur Laxness standa þessari framar, þótt þær séu e. t. v. ekki jafnhrein annálsritun og ævintýrasmíð. Styrkur sögu getur líka legið í því að bregðast við vanda utan sögunnar sjálfrar. Ég veit satt að segja ekki betur en enn sé í góðu gildi sú skoðun Brandesar, að skáld- skapur, sem ekki bregzt við vanda, sé þýðingarlítill. Vissulega verður Laxness ekki heldur brugðið um að hafa vikizt undan þess- ari skyldu í Kristnihaldi undir Jökli. Vandi hans nú virðist hins vegar annar en var á glæstasta skeiði hans milli Sölku Völku og Gerplu. Til hægðarauka gætum við kallað það þjóðfélagslega eða sósíalíska skeiðið á ferli Laxness. Verk hans fjölluðu um sammannleg og samfélagsleg vandamál. Á þessu skeiði mátti þó jafnan í bakgrunni greina annan tón, heimspekilegan, stundum nærri trúar- legan. Þessi hlið á höfundarskap Laxness birtist í sköpun persóna eins og t. a. m. ömmunnar í Sjálfstæðu fólki, gömlu hjónanna í lokaþætti Heimsljóss, móður Jóns Hreggviðssonar og þó hvergi jafnsterkt og í organistanum í Atómstöðinni. Þyngdarpunkturinn í verkum Laxness hefur færzt frá hinu félagslega og mannlega til hins heimspekilega og trúarlega. Þetta kom glöggt í ljós í Brekku- kotsannál, Paradísarheimt, síðan leikritunum flestum og nú í þessari sögu. í öllum þessum verkum orka sterkast á lesandann persónur, sem búa yfir laxnesskri heimspeki, eins konar dulúðugum húmanisma, ofnum íslenzkri al- þýðuvizku með dálitlu ívafi Austurlanda-dulhyggju; allt þetta kalla sumir taó Laxness. Stundum finnst mér þetta lífsviðhorf hafa kristallazt einna bezt í orðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.