Andvari - 01.03.1969, Qupperneq 149
ANDVARI
ÍSLENZKUR PRÓSASKÁLDSKAPUR 1968
147
hina hreinu skáldsögu, sagan, sem er einungis saga án tilgangs utan sjálfrar sín,
lifandi veröld eigin lögmála.
Listin sjálfrar sín vegna er að sjálfsögðu hundgamalt hugtak og hefur löng-
um verið vígorð og óskadraumur íhaldssamrar hugmyndafræði.
Vera má, að Kristnihald undir Jökli sé einhvers konar tilraun til að skrifa
hina hreinu skáldsögu með tækni segulbands og íþrótt ævintýrs. Svo mikið er
víst, að mikið af skopskyni höfundar beinist gegn fyrirbærum, 'sem láta nútíma-
vanda með öllu ósnertan. Það er sóun af höfundi með getu Laxness að skrifa nú
síðu upp og síðu niður um tertur og kaffiþamb, jafnvel sjálft prinspólókexið,
hversu þjáðir sem menn kunna að hafa verið af kaffirót á kreppuárunum. Ollu
nær nútímanum er sú skopmynd af síðhæringum borgaralegrar uppreisnaræsku,
er lesa má úr lærisveinum dr. Sýngmanns.
Hjá því getur varla farið um jafnmikilvirkan höfund og Laxness, að hann
taki að skrifa sjálfan sig upp að einhverju leyti. Slíkt er algengt meðal hinna
mestu meistara; minnumst Ibsens, Strindbergs, Hamsuns, svo að litazt sé um í
nágrenninu. 1 Kristnihaldi undir jökli má finna ýmsar hliðstæður við eldri verk
Laxness, bæði minni, persónur og aðstæður.
Hlýt ég þá að játa, að mér þykja margar eldri sögur Laxness standa þessari
framar, þótt þær séu e. t. v. ekki jafnhrein annálsritun og ævintýrasmíð. Styrkur
sögu getur líka legið í því að bregðast við vanda utan sögunnar sjálfrar. Ég veit
satt að segja ekki betur en enn sé í góðu gildi sú skoðun Brandesar, að skáld-
skapur, sem ekki bregzt við vanda, sé þýðingarlítill.
Vissulega verður Laxness ekki heldur brugðið um að hafa vikizt undan þess-
ari skyldu í Kristnihaldi undir Jökli. Vandi hans nú virðist hins vegar annar en
var á glæstasta skeiði hans milli Sölku Völku og Gerplu. Til hægðarauka gætum
við kallað það þjóðfélagslega eða sósíalíska skeiðið á ferli Laxness. Verk hans
fjölluðu um sammannleg og samfélagsleg vandamál. Á þessu skeiði mátti þó
jafnan í bakgrunni greina annan tón, heimspekilegan, stundum nærri trúar-
legan. Þessi hlið á höfundarskap Laxness birtist í sköpun persóna eins og t. a. m.
ömmunnar í Sjálfstæðu fólki, gömlu hjónanna í lokaþætti Heimsljóss, móður
Jóns Hreggviðssonar og þó hvergi jafnsterkt og í organistanum í Atómstöðinni.
Þyngdarpunkturinn í verkum Laxness hefur færzt frá hinu félagslega og
mannlega til hins heimspekilega og trúarlega. Þetta kom glöggt í ljós í Brekku-
kotsannál, Paradísarheimt, síðan leikritunum flestum og nú í þessari sögu.
í öllum þessum verkum orka sterkast á lesandann persónur, sem búa yfir
laxnesskri heimspeki, eins konar dulúðugum húmanisma, ofnum íslenzkri al-
þýðuvizku með dálitlu ívafi Austurlanda-dulhyggju; allt þetta kalla sumir taó
Laxness. Stundum finnst mér þetta lífsviðhorf hafa kristallazt einna bezt í orðum