Andvari - 01.03.1969, Síða 162
160
ARNÓR SIGURJÓNSSON
ANDVARl
lega viS það, hvernig hann notar skáldsögu Jóns Trausta, Leysingu, við lýsingu
sína á ÞórSi Guðjohnsen kaupmanni og uppreisn Suður-Þingeyinga gegn verzl-
unarveldi hans. Líklega hefur Þorsteinn haldið, að Jón Trausti, sem var fæddur
í Norður-Þingeyjarsýslu og nálgaðist fermingaraldur, er uppreisn Suður-Þing-
eyinga hófst, hafi lifað sig inn í þá atburði, er á eftir fóru, og síðar minnzt þeirra
í sögu sinni. Slíkt er jafnnærri raunveruleikanum og það, sem hann segir um
uppruna Snorra í Geitafelli. Jón Trausti var fæddur á miðri Oxarfjarðarheiði
og uppeldi hans og sjónarsvið þá í austanverðri Norður-Þingeyjarsýslu. LTm þá
veröld vissi ég og jafnaldrar mínir í Suður-Þingeyjarsýslu fram undir fullorðinsár
á 20. öld jafnvel minna en um Hornstrandir og Hornafjörð, og það var eflaust
gagnkvæmt um vitneskju jafnaldra okkar þar um okkar veröld. Þá og áður skildu
okkar veröld og þeirra torfærur eins og Reykjaheiði og Tunguheiði, Jökulsá og
Öxarfjörður og raunar Öxarfjarðarheiði líka, því að viðskiptamiðstöðvar austan-
verðrar Norður-Þingeyjarsýslu voru austan hennar. Jón Trausti fékk hvorki né
hafði, í bernsku eða fullorðinn, tækifæri eða skilyrði til að kynnast Þórði Guð-
johnsen eða Suður-Þingeyingum og málum þeirra, nema helzt lítillega Pétri á
Gautlöndum alþingismanni, í Reykjavík, eða þeir honum, fyrr en sögur hans
tóku að birtast. Eftir að hann náði fullorðins aldri, var hann búsettur á Seyðis-
firði og í Reykjavík og á ferðalögum og fjarvistum erlendís. Hann hafði heldur
enga slíka úrkosti að kynna sér málefni Þingeyinga af rituðum heimildum, svo
sem Þorsteinn Thorarensen hefur nú. Hins vegar gat hann auðveldlega náð í
sögusagnir um Þórð Guðjohnsen, sem var meðal allra þjóðkunnustu kaupmanna
landsins, og um baráttu Kaupfélags Þingeyinga við hann, en sviplíkri sögu hafði
hann dálítið kynnzt á Austurlandi á SeyÖisfjarðarárum sínum, þekkti þar ýmsa,
sem voru, þó að með öðrum einkennum væru, rnenn eins og Þórður Guðjohnsen
og Þingeyingarnir, sem við hann höfðu glímt, og svo þekkti hann líka fleiri
menn, sem stóðu í ýmislegri baráttu hver við annan, og gerði síðan með þessa
þekkingu sína að veganesti sögu um baráttu tveggja verzlunarhátta og staðfærði
hana í líku umhverfi og Húsavík, er hann kallaÖi Vogabúðir. Þetta gerði hann
efalaust til þess að leiða huga lesendanna frá fyrirmyndum, er hann hafði bæði
um menn og málefni. Þetta hefur verið venjulegur háttur skálda hér í landi fá-
mennisins og kunningsskaparins til að villa fyrir flónunum og gera þeim erfiðara
fyrir að nota sögur þeirra til umtals um vissa menn. Ég á bágt með að trúa því,
að Þorsteinn Thorarensen hafi látið Jón Trausta villa sig eins og hvert annað
óvalið flón.
Hins vegar lýsa not þau, sem hann hefur af Leysingu, afstöðu hans til sagn-
fræðinnar. Hann rökstyður, að „lítill vafi sé á því“, að Jón Trausti „segi í sinni
merkilegu skáldsögu, Leysingu, ævisögu Þórðar Guðjohnsens" með sögu Þor-