Andvari - 01.03.1969, Blaðsíða 165
ANDVARI
UM GRÓANDI ÞJÓÐLÍF ÞORSTEINS THORARENSENS
163
— í lofsyrðunum, sem þeir hermdu eftir honum um Jón á Gautlöndum. Þess
vegna var andófið gegn honum alltaf fremur orðfátt, menn reyndu aS gæta þar
virðingar bæði sjálfs sín og hans. Hins vegar varð mönnum fjölyrt um það, hvað
helzt mætti verða sjálfum þeim til bjargar og þeim samtöhum, er þeir bundust
gegn honum, enda varS meginstyrkur samtabanna í því fólginn, hve margra og
margvíslegra úrræða var leitað til þess að efla þau og bjarga þeirn, er illa gekk,
og hve mörgum fannst þeir eiga hlutdeild í þeim. Verður sigursaga samtakanna
af þessu skiljanleg, en væri með öllu óskiljanleg, ef rökin að henni væru „taumar
tortryggni og undirferlislegra grunsemda, sem dreitluðu inn í hugskot hvers
manns í líki söguburðar og rógs“.
En þó að Þorsteinn leyfi sér að segja ýmislegt í heimildarleysi og noti öðru
hverju heimildir, sem eiga ekki við, þá er þess líka að minnast, að hann notai
einnig mikið fyrstu handar heimildir og margar þeirra eru mikils verðar og skoð-
aðar af glöggskyggni. Hann notar rnikiS bréfasafn Tryggva Gunnarssonar, geysi-
lega fróðlegt bréfasafn, sem geymt er í ÞjóSminjasafninu, hann notar einnig
miklar heimildir um ElliSaármálið og virðist nota þær af skapskyggni og hlut-
lægni. Hann hefur víða lesið AlþingistíSindin með prýði og sums staðar með
betur vakandi athygli en aðrir þeir, er þangaS hafa leitað efnis í rit sín. Fyrir
þessum heimildum, sem nú hafa verið nefndar, og einnig ýmsum heimildum
öðrum gerir hann þá grein, að unnt er að fara í slóð hans, ef lesandinn tortryggir
hann. Hins vegar fylgir riti hans ekki nein heimildaskrá, og verður því ekki um
sumar heimildir hans sagt, hvernig hann notar þær. Sem dæmi urn slíkt má t. d.
nefna það, að hann hefur heimildir úr fórum Jakobs Hálfdanarsonar, og er lítil
og óljós grein fyrir þeim gerð. En helzt virðist svo, að inn í þær hafi ofizt eitt-
hvað af heimildum frá afkomendum Jakobs, en þær heimildir verður að skoða á
annan veg að því er varðar samtíma hans. Um sumar aðrar heimildir hans finnst
mér þó enn óljósara, hvaðan þær eru fengnar.
Þá þykir mér Þorsteinn um of dómskár um menn og málefni og dómar hans
margir hvatvísir og meira en vafasamir. Þar finnst mér einkum leiða hann af-
vega, að honum hætti um of til að dæma eftir sjónarmiðum sjálfs sín og sinnar
kynslóðar. En til réttláts dóms yfir mönnum liðins tíma þarf bæði skilning á
þeirra sjónarmiðum og aS dæma þá að verulegu leyti eftir þeim. Ég nefni sem
dæmi, að hann virðist í frásögn sinni um búnaðarskólamál Suður-Þingeyinga á
bls. 480 taka undir ámæli Benedikts Sveinssonar um „ódrengskap" Jóns á Gaut-
löndum í því máli, af því að Jón lítur ekki á þaS frá hagsmunalegu sjónarmiði
Benedikts, þegar honum liggur á. Slíkt er að vísu í samræmi við hrossakaupa-
pólitík tírnans, sem nú er að líða, og hana skilur Þorsteinn fullkomlega. En Jón
á Gautlöndum og sýslunefndarmennirnir, er honum voru samtíða, litu þetta mál