Andvari

Árgangur

Andvari - 01.03.1969, Síða 168

Andvari - 01.03.1969, Síða 168
166 ARNÓR SIGURJÓNSSON ANDVAEI í síðasta þætti bókarinnar, um menningarsókn Þingeyinga á síðasta fjórð- ungi 19. aldar og skipti þeirra við Benedikt Sveinsson, er allra mest nýjabrum að finna. Það er ekki vegna þess, að hér sé urn það efni fjallað í fyrsta sinn, heldur af því að hér koma fram ýms ný sjónarsvið og nýjar athuganir á gömlum sjónarmiðum, svo að efnið stendur lesendunum í nýju Ijósi. Þetta gerir frásögn- ina víða heillandi fyrir þá, sem þekkja efnið vel áður. Einmitt þetta efni ætti ég, sem þetta rita, að þekkja betur en jafnvel nokkur annar, sem ekki hefur miklu meiri hæfileika til þekkingaröflunar. Þetta segi ég ekki vegna þess fyrst og fremst, að ég var fæddur, uppalinn og starfandi í þessu umhverfi og andrúmslofti þar til ég varð fertugur að árum og hef síðan ýmist átt þar heima, dvalið þar sem gestur eða horft þangað saknandi í 36 ár, heldur hefur einnig annað komið til: Ég valdi mér þetta efni að kjörsviði, er ég var tvítugur að aldri, og hef tvisvar beinlínis að því unnið árum saman að gera smíði úr þeim efnivið, sem ég fann þar. Ég hugðist ungur stofna alþýðlegan skóla, sem væri fyrst og fremst reistur á þingeyskum menningarerfðum, og naut ég til þess hvatningar frá þeim kennara mínum, er ég mat mest, Sigurði Nordal. Ég fór tveggja ára námsferð um Norður- lönd til að kynnast alþýðlegum skólum og alþýðumenningu þar og öðlast sjónar- mið til að meta menningarerfð mína rétt. Fyrir þá ferð og eftir hana sóttist ég eftir því, að kynnast þeim mönnum heima í héraði, er komnir voru á efri ár og ýmist höfðu borið uppi þann menningararf eða báru einkenni hans. Nefni ég þar til fyrstan Benedikt frá Auðnum, en þar næst rnenn eins og Fjallsbræður, Jóhannes og Indriða Þorkelssonu, Sigfús Bjarnarson, Þórarin Jónsson á Flalldórs- stöðum, Sigtrygg Helgason á Hallbjarnarstöðum og Sören Vilhjálm Jónsson, þar sem ég lagði til hliðar, að hann var illvígur fjandmaður föður míns, en bjó yfir einstæðum gáfum jafnframt ýmsu því, sem mér fannst þessum menningararfi háskalegast. Auk þessa lét ég af ásetningi fátt fram hjá mér fara, er fram kom frá hinum viðurkenndu þingeysku skáldum eða þingeysku hagyrðingum. Ég réðst líka af þessum sökum í kaupavinnu eitt sumar að Gautlöndum, þar sem mér þótti hafa verið höfuðstaður þingeyskrar menningarviðleitni og menningar- arfs. A þessum athugunum mínum af ásetningi gerðum varð að vísu að mestu tuttugu ára hlé, fyrst vegna erfiðis við skólastarf, síðan við að sjá fyrir stórri fjölskyldu við mikla fjárhagslega fátækt. Er hlé gafst aftur til að taka þráðinn upp, leitaði ég fyrst upptakanna að þessari menningarsókn, og eru rit mín, íslenzk samvinnufélög hundrað ára, Einars saga Ásmundssonar og Ásverjasaga, til vitnis um þá leit. Eg hef þó aldrei gleymt þvi, hvert upphaflega var kjörsvið mitt, og eru til vitnis urn það æviágrip um Þorgils gjallanda og föður minn, bæði að vísu flýtisverk. Til afsökunar litlum afköstum mínum er, að þar til að ég komst á eftir- laun, þurfti ég að vinna fyrir daglegum þörfum fullan starfsdag við annað og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.