Andvari - 01.03.1969, Síða 173
ANDVAHI
UM GRÓANDI ÞJÓÐLÍF ÞORSTEINS THORARENSENS
171
um upp á kirkjuloftið. Pétur á Gautlöndum var aðeins kosinn til „bráðabirgðar",
fyrst senr foringi Þjóðliðsins, eflaust af því að liðið vantaði þann hershöfðingja,
er Jón Sigurðsson átti upphaflega að verða samkvæmt uppkasti því að lögum,
er Einar hafði samið og ungu mennirnir höfðu fyrir framan sig. Kosning Péturs
„til bráðabirgðar“ hefur þó eflaust öðrum þræði verið vegna þess, að hann var,
eins og síðar reyndist betur, hugrakkastur til úrræða, og svo var hann nákomn-
astur þeim hinna eldri manna, sem þessir ungu menn gátu í svipinn helzt hugsað
sér til forystu í sjálfstæðismálinu, Jóni alþingismanni á Gautlöndum. Þó að þessir
ungu menn litu mjög upp til Einars í Nesi, sáu þeir ekki á honum þann höfð-
ingssvip, sem þeim fannst nauðsynlegur á hershöfðingja sínum. Til hans var gott
að leita ráða um skipulagningu liðssveitanna, en ekki til þess að stjórna beim í
því stríði, sem fram undan var. Framhald þessa varð svo það, að Pétur var
kosinn yfirforingi Þjóðliðsins og Jóni á Gautlöndum var falið að stofna til Þing-
vallafundarins 1885. En Einar í Nesi varð sjálfkjörinn og sjálfsagður ráðgjali
forystumanna Þjóðliðsins og síðar Eluldufélagsins, einkum Péturs á Gautlönd-
um og Benedikts á Auðnum, stóð í bréfaskiptum við þá öll síðustu ár sín og átti
fundi við þá oftast, er hann fór austur í sýsluna, t. d. á sýslunefndarfundi. Allt,
sem Þorsteinn segir um slóttugan undirbúning og skipulagningu Péturs á Gaut-
löndum við stofnun og starf Þjóðliðsins til þess að ná héraðsvöldum í Suður-
Þingeyjarsýslu, er heilaspuni og ímyndun, líklega sprottin upp úr kynnum hans
af nútíma valdabröskurum. Þau völd, er Pétri voru falin í Þingeyjarsýslu, voru
öll lögð í hendur honum af öðrum mönnum, er treystu honum bezt þeirra
manna, er völ var á hverju sinni til góðra og viturlegra úrræða í vandamálum,
enda voru úrlausnir hans slíkar, að vel var við unað af héraðsmönnum í full
30 ár.
Það sem Þorsteinn hefur að segja um Huldufélagið þingeyska eða öðru nafni
Ófeig í Skörðum og félaga, er þó á enn rneira misskilningi reist, auk þess sem
þar kemur fram óskiljanleg, órökvís og jafnvel heimskuleg illgimi í garð því
nær allra þeirra manna, er stóðu fyrir þeirri menningarsókn Þingeyinga, sem
hann lýsir bæði fagurlega og rétt. Hann segir Huldufélagið hafa verið mafíu,
sem er nafn á ítölskum og bandarískum glæpamannafélagsskap, að skipulagi og
tilgangi. Þennan skilning sinn reisir hann á því, að félagið hafi verið lokað félag,
og þeirri skilgreiningu á starfi þess, að það hafi fyrst og fremst verið ofsóknir á
hendur Benedikt sýslumanni og Þórði Guðjohnsen, enda til þess stofnað. Hann
leitar staðfestingar á þessum skilningi sínum í dagbókum Snorra hreppstjóra á
Þverá, senr hann virðist hafa lesið til þess eins að finna þar eitthvað þessu til
stuðnings. Þetta er að því leyti réttmætt, að Snorri var maður vitur og sann-
gjam, og gæti því ókunnugur maður honum búizt við, að hann færi ekki með