Andvari - 01.01.1978, Side 21
andvari
HERMANN JÓNASSON
19
un á kjötpundi þýddi 10 aura hækkun á tímakaupi. Það mun ekki fjarri
lagi að segja, að þessi málefnasamningur hafi táknað þáttaskil í sögunni
og þessi grein Tryggva hafi boðað þau.
Ekki var fullur einhugur um þetta væntanlega samstarf í þingflokki
Framsóknarmanna. Þar gætti þeirrar skoðunar, að bændaflokkur ætti sam-
Stöðu með atvinnurekendum fremur en launþegum, og nokkurrar tregðu
við almennar kauphækkanir, vegna þess að þær myndu torvelda bændum
að fá vinnufólk. Kom svo, að tveir af þingmönnum flokksins, Húnvetning-
arnir Hannes Jónsson og Jón í Stóradal, neituðu að styðja þessa samstjórn,
nerna Asgeir Ásgeirsson yrði forsætisráðherra. Þegar til kom, neitaði Ásgeir
að taka að sér myndun slíkrar stjórnar, en lagði til, að Sigurði Kristinssyni
yrði falin stjórnarmyndun. Hann tók að sér að gera tilraun, en þeir Hannes
og Jón neituðu enn sem fyrr að styðja slíka stjórn. Var þá útséð um það
stjórnarsamstarf í hili. Þá vildu þeir, sem mestan áhuga höfðu á slíku sam-
starfi, að þeir Hannes og Jón yrðu reknir úr flokknum. Það var samþykkt
gegn andmælum Tryggva Þórhallssonar, sem gekk af fundi ásamt þeirn
strax og brottreksturinn var samþykktur. Þar með gekk Tryggvi úr Fram-
sóknarflokknum og stofnaÖi Bændaflokkinn ásanrt þeim Hannesi og Jóni og
sr. Þorsteini Briem ráðherra, sem ekki var alþingismaður. Fjórði þingmað-
ur Framsóknarflokksins, sem gekk í Bændaflokkinn, var Halldór Stefáns-
son, en sagt var, að sumir aðrir væru nokkuð á báðum átturn fyrst í stað.
Stjórnarskrárbreytingin var samþykkt aftur 1934 og samkvæmt því efnt
til alþingiskosninga eftir hinni nýju stjórnarskrá sumariÖ 1934. Þótti Fram-
sóknarmönnum fyrir miklu að berjast, þar sem var málefnasamningur sá,
sem þeir höfðu gert við Alþýðuflokkinn. Eitt af því sem talið var miklu
skipta var framboÖið í Strandasýslu móti Tryggva Þórhallssyni. Tryggvi
atti glæsilegan feril að haki. Hann var forsætisráðherra ríkisstjórnar, sem
stóð fyrir margháttuðum framkvæmdum. Hann hafði um 15 ára skeið
verið ötulasti og snjallasti talsmaður bænda og landbúnaÖar, en þá eins
og oftar hafði landbúnaðurinn verið vanmetinn. Strandasýsla mátti heita
hreint sveitakjördæmi, og þar hlutu menn almennt að meta það, sem
Tryggvi hafði verið íslenzkri bændastétt, auk þess sem 10 ára þingmennska
hafði aflað honum vinsælda. Mörgum þótti því meÖ ólíkindumj að Fram-
sóknarflokkurinn næði þar þingsæti.
Það sýnir álit Hermanns í flokknum, að hann var valinn til framboðs
1 Strandasýslu, þar sem einna mest þótti við liggja og sigurhorfur harla
vafasamar.