Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1978, Side 27

Andvari - 01.01.1978, Side 27
andvari HERMANN JÓNASSON 25 um nýtt ráðuneyti aÖ ræða. Eysteinn Jónsson, sem verið hafði fjármálaráð- herra, varð viðskiptamálaráðherra í þjóðstjórninni. En hér kom engum ann- að í hug en Hermann héldi stjórnarforystunni, enda hafði hann manna mest unnið að því samkomulagi, sem náðist. Frá kosningunum 19B7 og fram að tíma þjóðstjórnar gerðist tvennt, sem lengi mun halda nafni Hermanns Jónassonar á lofti. Annað var setning íþróttalaganna. I apríl 1938 skipaði hann 9 manna nelnd til að athuga, „hvernig hagkvæmast verði að efla íþróttastarfsemi og líkamsrækt meðal þjóðarinnar, fyrst og fremst með það sjónarmið fyrir augum, að áhrif íþrótta til þroska, heilsubótar og hressingar nái til sem flestra í þessu landi“. Árangurinn varð íþróttalögin, sem samþykkt voru á þinginu 1939. Með þ eim var stofnaður íþróttasjóður, sund gert skyldu- namsgrein, opinher stuðningur við íþróttahreyfinguna hundinn skipulagi og íþróttakennslu markað svið í skólakerfinu. Hermann Jónasson tók svo til orða í umræðum um málið, að iðkun íþrótta gæti verið stórhættuleg, ef ekki væri farið með viti og gætni. íþróttalögin áttu að stuðla að því, að íþróttir væru fastur liður í uppeldinu og þær yrðu stundaðar af viti og kunnáttu undir leiðsögn menntaðra leiðtoga. Þau munu alltaf verða talin merkur áfangi i uppeldismálasögu íslendinga. Arið 1930 kom til tals, að þýzka flugfélagiÖ Lufthansa fengi lendingar- leyfi á íslandi. Þá var starfandi Flugfélag íslands, sem dr. Alexander Jó- hannesson var mikill hvatamaður að. Hann var þýzkmenntaður og hand- genginn þýzkri menningu og hókmenntum. Mun hann hafa átt hlut að því að glæða áhuga Þjóðverja á þessum samgöngum. Flugfélag Islands hætti störfum og leystist upp árið 1932, og þá var samningurinn við Lufthansa niður fallinn. Ríkisstjórn Ásgeirs Ásgeirsson- ar framlengdi þó samninginn við Lufthansa, þannig að það skyldi ávallt njóta beztu kjara, en það þýddi, að Lufthansa hefði öll þau réttindi, sem aðrir kynnu að njóta. Þegar farið var að líta á flugið sem ferðahátt framtíðarinnar, sáu menn strax, að Island lá vel við til millilendinga í flugi milli Evrópu og Ameríku. Því sótti ameríska félagið Pan American um lendingarleyfi hér og fékk það, en leyfið var bundið því, að framkvæmdir hæfust innan tveggja ára. FJr þeim varð ekkert, og leyfið féll úr gildi. Llm mánaðamótin febrúar og marz 1939 var íslenzku ríkisstjórninni tilkynnt, að Lufthansa vildi nota rétt sinn til lendinga hér. Sendinefnd kom til að fylgja þeim tilmælum eftir.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.