Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1978, Síða 36

Andvari - 01.01.1978, Síða 36
34 HALLDÓR KRISTJÁNSSON ANDVARI jafnfætis yfir þetta?“ Hermann anzar því litlu, hefur sennilega ekki búizt við því, að Þorkell færi að reyna, gaddavírsstrengur, fastur í báða enda, væri ekki blámeinlaus. En hvað um það, Þorkell gengur að girðingunni, gerir sig líklegan til að stökkva, og viti rnenn, bann fór yfir án þess að snerta gaddavírsstrenginn. Nú stóðu þeir sinn hvorum megin við girð- inguna. Hermann horfir á girðinouna og brennur í skinninu af löngun að reyna sig — keppa — taka þátt í þessu einvígi og sjá, hversu hann mætti sín í þessum óvenjulegu átökum við Þorkel. Hann brosir sínu tvíræða brosi og segir: „Ætli maður reyni það ekki.“ Hann gengur að girðingunni og tekur þar stöðu, einbeitir sér að stökkinu, lyftir sér upp og yfir, en var heldur nær vírnum, þannig að á leiðinni niður ná gaddarnir illyrmislegum tökum á bakhluta buxnanna og rífa þar stóran flipa. Þorkeli þótti þetta heldur miður og kenndi sér á vissan hátt um, hvernig komið var, og fór að tala um, hvað gera skyldi. En Hermann lét sér hvergi bregða, brosti sínu breiða brosi og kvað þetta engin vandræði. Síðan lagði hann flipann að og lokaði þannig rifunni, brá síðan hendinni yfir og hélt henni þar. Gengu þeir síðan heirn að ráðherrabústaðnum eins og ekkert hefði i skorizt. Þetta er eitt af mörgum ágætum dæmurn um keppnisákafa Hermanns, að reyna sig við aðra rnenn í líkamlegum átökum. Það skipti engu, þótt hann bæri titil forsætisráðherrans. A slíkum augna- blikum varð ,,strákurinn“ öllu sterkari og varð að skjótast undan skikkju ráðherrans 02 fara sínar leiðir.“ Ö Til voru þeir, sem sögðu þessa sögu hneykslaðir yfir því, hve mjög brysti á, að Hermann kynni að baga sér svo sem slíkurn tignarmanni særndi. Ráðherra léki sér að því að stökkva yfir girðingu eins og strákur og rifi föt sín á því. En þessi saga lýsir Hermanni Jónassyni, svo að hún á að geymast. Leikgleði unglingsins var einkenni hans. Hermann naut útilífs og hreyfingar. Hann hafði gaman af veiðiskap. Ungur vandist hann að fara með byssu eins og fyrr er frá sagt og var góð skytta, og laxveiðar stundaði hann. En sá þáttur útilífs lians sem mestur var og merkastur er bundinn við ræktun. Fljótlega eftir að Hermann hafði stofnað heimili í Reykjavík, tók hann land á leigu í Fossvogi. Því var stundum í blöðum andstæðinganna talað um „Hermann í mýrinni". En mýri Hermanns breyttist, og þar varð hin merkasta gróðrarstöð. Hermann Jónasson var brautryðjandi í skógrækt og plöntuuppeldi. Seinna keypti hann Klett í Reykholtsdal og kom sér upp sumarbústað
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.