Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1978, Síða 41

Andvari - 01.01.1978, Síða 41
andvari NÓTTINA FYRIR PÁSKA 39 að húsbændunum á þessum 34 heimil- um. Hjón voru húsbændur á 29, ekkill á einu og ekkjur húsbændur á 4 heim- ilum. Þetta vekur strax eftirtekt, að meira en 10. hver bóndi skuli hafa ver- ið ekkja. Það bendir til, að bændur hafi frekar týnt tölunni en húsfreyjur, hafi orðið skammlífir. Líka ber það vott um ótvíræðan kjark og dug þessara kvenna, að búa búi sínu í ekkjudómi. Auk þess- ara fjögurra, er greinilegt, að ein ekkja með þrjú börn hefir gifzt manni 11 ár: um yngri og hafa þau átt tvö börn sam- an. Þá kemur næst að aldri búendanna. Meðalaldur 30 búandi karla var 43 og hálft ár, en meðalaldur þessara 33 bú- andi kvenna var slétt 43 ár. Þá er að geta blessaðra barnanna. í sveitinni voru 87 börn innan við 16 ára aldur. Þar kemur fram skýr stéttaskipt- ing. 59 börn eiga búendur fyrir foreldra. Svo voru 5 barnabörn búendanna, og er trúlegast, að ekki hafi alls staðar verið mikið á mununum hjá þeim og börnum sjálfra búendanna. Þá var þriðji flokkurinn eða stéttin: ölmusubörnin á heimilunum. Þetta voru börn, sem hús- bændurnir höfðu tekið til fósturs af einhverjum ástæðum, til þess að þau lentu ekki beint á sveitinni. Helzt dett- ur manni í hug, að þarna hafi mannúðin valdið, ásamt skyldleika eða einhverri ræktarsemi. Þessi gustukabörn voru ekki færri en átta. Þannig mætti virðast, að hlutfall samanlagðrar mannúðar, hjarta- hlýju og getu hafi verið einn á móti tveimur í sveitinni á þessum árum. Gustukabörnin voru 11. hvert barn í sveitinni, en hreppsins ölmusubörn eða sveitarframfærisbörnin voru 15 talsins. Þau, börnin á sveitarframfæri, voru annar stærsti barnahópurinn þessa taln- ingarnótt árið 1703. Seinna verður gerð nánari grein fyrir þeim og stöðu þeirra, eins og hún blasir við okkur á mann- talsblöðunum. Nú skal aðeins áréttað, að eitt af hverjum sex börnum var á beinu sveitarframfæri. Enn er eins fróðleiks að geta, sem lesa má úr manntalinu. A 14 heimilum voru samtals 22 börn búendanna 16 ára og eldri. Þetta fólk er tilgreint þannig, en ekki sem vinnufólk, hjú. Efalítið hafa sum verið vinnuhjú í reynd, en önnur hafa greinilega verið fyrir- vinna gamalla og heilsubilaðra foreldra, sem bara hafa haldið húsbóndatitlinum af gömlum vana. Þá er enn að finna í manntalinu einn hóp vandabundins fólks, sem eru for- eldrar húsbændanna. A fimm bæjum voru samtals sjö foreldrar húsbændanna. Greinilega hefir þar bæði verið fólk sem vann fyrir sér og fólk sem var á fram- færi barna sinna. Aður var frá því greint, að börnin í sveitinni voru 87. Þau voru fjölmenn- asti hópurinn. Nú verður sagt frá næst- stærsta hópnum, vinnufólkinu, þessu vandalausa vinnufólki, sem allt hafði sömu stöðu, sömu réttarstöðu í samfélagi þess tíma. Þó er það svo, að listileg blæ- brigði ber fyrir augu í titlum þeirra. Þó er ekki að finna fornu heitin: húskarl og griðkona. Ekki er heldur að finna titla, sem einráðir voru í næstu sveit, Geira- dal, titlana vinnumaður og vinnukona. Titlablæbrigðin eru þessi: Hjú, hjúið, vinnuhjú, vinnuhjú þar, þeirra vinnu- hjú (húsbændanna), hennar hjú (búandi ekkju). A höfuðbólinu Reykhólum eru hjúin ekki kölluð hjú, heldur eru þau öll nefnd „hjónanna þjenari", jafnt kon- ur sem karlar. Þessir hjónanna þjenarar á Reykhólum voru 16 talsins, sjö vinnu- menn og níu vinnukonur. Gísli Jónsson þar búandi var þá aðeins 27 ára gamall
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.