Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1978, Side 46

Andvari - 01.01.1978, Side 46
44 JÁTVARÐUR JÖKULL JÚLÍUSSON ANDVABI ára, sjónlítil. Hér er rétt að staldra við og svipast ögn um. Hér er getið kvilla, sem hefir þjáð býsna marga á þessum löngu liðnu árum, sjóndepru. — Auk svonefnds ölmusufólks, sem betur verð- ur getið, var 19 ára vinnukona sjóndöp- ur. Það var Guðrún Sigurðardóttir á Kinnarstöðum. Þá var Herdís Þórðar- dóttir 76 ára í horninu hjá syni sínum, bóndanum í Borg. Hún var sjónlítil og örvasa. - Attundi elzti verður fyrir okkur Auðun Jónsson 57 ára, fótlama og lítt skyggn. Þau hjón voru áður nefnd, Hróðný og hann. Um þá miklu mæðu- fjölskyldu segir: „Þessi hjón og þeirra börn aum og vesöl,“ enda var Helga litla „stórlega veik“ og Guðný „illa krönk af slæmum veikleika.“ Sjóndepra föðurins hefir efalítið átt drjúgan þátt í bágindum þeirra allra. Þessu næst verður fyrir okkur hóp- ur, sem speglar aldarfarið líklega betur en nokkuð annað. Okkur eru kynntar þær Guðrún Jónsdóttir 52 ára og jafn- aldra hennar, Valgerður Sigurðardóttir. Ennfremur Valgerður Andrésdóttir 47 ára og Guðrún Skúladóttir 44 ára. Um þessar fjórar konur, allar á bezta aldri, sem nú væri talið, segir: Þessar fjórar eru ekkjur, fátækar og fáráðar. — Meðal þessara ekkna geta hafa verið mæður einhverra þeirra föðurlausu barna, sem fyrr voru talin upp á hreppsframfæri. En hvort sem svo var eða ekki, þá segir þetta æðiótrúlega sögu. Fjórar ekkjur um og innan við fimmtugt allar á sveit- arframfæri. Um þær er engra annmarka getið nema fátæktar og fáræðis. Hvern- ig vék því við, að þær voru allar dæind- ar til sveitarframfæris? I’ar verður næsta erfitt um svör. Næst að árum voru þau Guðrún Jónsdóttir og Jón Þorsteinsson jafnaldra, nákvæmlega fertug. Hún var næstum sjónlaus, og hann var lítt skyggn. Þau voru 5. og 6. íbúi sveitarinnar, sem getið var um sjóndepru hjá. Sá kross, sem á þau var lagður, var einn saman meira en næg ástæða til að dæma þau til sveitar. Sjöundi íbúinn, sem bar kross sjónleysisins, var hún Guðrún Bárðar- dóttir. Hún var sjónlítil, ekki nema 17 ára, hafði misst föður og móður, skert að vitsmunum, eins og meitlað orðfæri teljaranna greinir. Áður voru nefnd Guð- mundur Arason, 38 ára, án tiltekinna kvilla, Jón Þórðarson 23 ára, mjög van- fær, og hún Guðný Auðunardóttir 21 árs, illa krönk. Þá eru eftir þrjár konur án vitnisburðar af nokkru tæi. Ingi- björg Gunnlaugsdóttir 35 ára, Anna ICetilsdóttir tvítug og Guðrún Auðunar- dóttir 19 ára. Mikla undrun vekur það og spurn, að allar þessar ungu konur skuli vera á sveitarframfæri. Hvaða aldarmein dæmdi þær til þess hlutskipt- is? Það er tregavakin spurn, sem aldrei fær svar. Manni flýgur í hug, að Anna sé systir móðurleysingjanna Guðleifar og Jóns. Hefir hún komizt í þannig kyrking í uppvextinum, að henni væri ofviða að verða vinnuhjú, hvað þá húsmóðir? Guðrún hefir varla verið systir Auð- unarbarnanna fimm, hver sem hún ann- ars var. Auðunsnafnið var ekki fátítt, því að tvær húsmæður voru Auðuns- dætur. En jafnnær erurn við um, hvað vængstýfði þessar nítján og tuttugu ára stúlkur. Nú hefir verið gerð nokkur grein fyrir stéttaskiptingu, fjölskylduskipan, aldri og sumum heilsubresti meðal íbúa Reyk- hólasveitar. En ekki er alll búið enn. Ekki var Guðrún Bárðardóttir ein skert að vitsmunum. í Hlíð átti ekkjan Ragn- heiður, sem þar bjó með sjö hjú og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.