Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1978, Side 47

Andvari - 01.01.1978, Side 47
andvari NÓTTINA FYRIR PÁSKA 45 hafði þess utan lausamann á heimili, tvo uppkomna sonu. Annar var Teitur Einarsson 27 ára ómagi þar, skertur að vitsmunum. Hann gæti reyndar hafa verið stjúpsonur. Ein stúlka var sögð fáráð. Það var dóttir húsmóðurinnar á Brandsstöðum, en stjúpdóttir bóndans °g hét Sigríður Jónsdóttir. Þarna er komið fram, að 1 af hundraði íbúanna var skertur að vitsmunum eða fáráður. Þá er alveg sleppt að taka mið af vitn- isburðinum um fáráðu ekkjurnar, því að iilt er að trúa, að fávitar hafi vígzt í hjónaband eins og aldarfarið þá var. Ekki voru þeir einir um fótakvillana, hann Andrés, sem veikur var í fæti, Auðun fótlama og Guðmundur, sem veikur var í fótum og handlegg, sveit- arlimirnir. í Hólum var 19 ára sonur bóndans, Ólafur Þórðarson, veikur í fæti. Fimmti veikur í fæti var 74 ára bóndinn á Klukkufeili, Jón Jónsson. Á Hyrningsstöðum var hinn sjötti stór- lega veikur í fæti, Björn Jónsson 9 ára sonur húsbændanna. í Austurgörðum á Reykhólum var bóndinn Einar Arnfinns- s°n, 53 ára, mjög veikur í fótum. Á þriðja búinu á Höllustöðum var hjúið Sigmundur Ólafsson, 27 ára, mjög veik- ur í fæti. Þannig voru tilgreindir átta karlnienn, allir veikir í fótum. Það hef- lr verið einn af hverjum 35 íbúum. Karlmenn voru í sveitinni 117 alls, börn, gamalmenni og ölmusumenn meðtaldir. har nieð er sýnt, að einn af hverjum 14-15 karlmönnum hefir verið bilaður 1 fótum, svo ótrúlegt sem það er. Aft- ur er þess ekki getið, að neinn kven- tttaður hafi þjáðst af fótabilun. Ekki geta skýringar á þessu orðið nema getgátur. Hafa vosbúð og kal, burður ýmiss konar, smalalúi eða máske heinbrot verið völd að þessum fótamein- um? Hver sem svörin eru, má ætla, að fótarmeinin flökkist undir það, sem nú er nefnt atvinnusjúkdómur. Við sam- anburð á körlum og konum vekur tvennt upp áleitnustu spurningarnar: Hvað olli, að konur voru 48 fleiri í sveitinni en karlar? Hvað olli, að átta karlar voru fótaveikir, en slíks er ekki getið um neina konu? Rakin hafa verið dæmi um þrjár greinir sjúkdóma: Sjóndepru, fótaveiki og vitsmunaskerðingu. Tvær konur voru karlægar, og þrennt var sagt örvasa. Þannig hafa 5 manns náð hástigi elli- hrumleika, eða tæplega fimmtugasti hver íbúi. Um einn bónda er þess við getið, að hann var brjóstveikur. Þar með er upptalin skilgreining veikinda íbúanna. Hins vegar er sagt um fólk, að það var veikt, stórlega veikt, mjög veikt, veikt til vinnu, heilsuveikt, veikt að burðum, veikt og vanfært, veikt og vesælt. Auk allra veikluðu þurfamannanna voru 13, sem veikindi, ótilgreind, voru heimfærð upp á. Flest var þetta roskið fólk. En hvað fólst bak við veikindaheiti? í næstu sveit, Geiradalshreppi, var líka getið veikinda íbúanna, annarra en þurfamanna. Ekkert orð er um heilsu- far þeirra. Um þá er ekki orð annað en aldurinn. Þar var 16 ára stúlka kvilluð með offylli og slíkt hið sama fertugur vinnumaður. Þar var 58 ára bóndi veik- ur af brjóstmæði, offylli og fótaverk. Þá var þar 54 ára vinnukona spítelsk og sjónlítil. Þarna hafa hreppstjórar og teljarar í Geiradalshreppi leitt fram á sjónarsviðið þrjú dæmi um sullaveiki, þennan land- læga og mannskæða sjúkdóm, sem lengi fylgdi þjóðinni. Líka kemur fram hjá þeim dæmi um holdsveikina, annan landlægan sjúkdóm, sem olli miklum harmkvælum. Með allri virðingu fyrir teljurunum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.