Andvari - 01.01.1978, Side 52
50
ANDVARI
JÁTVARÐUR JÖKULL JÚLÍUSSON
róðra? Var hún frekar á leið út í Eyj-
ar, út í Bjarneyjar eða út í Oddbjarn-
arsker, á leið í einhvern þann stað, þar
sem sjávarafia var von á land og vinn-
andi hendur komu að góðu gagni?
Eða var hún bara ósátt við ráðandi
bændur norður f sveitum Húnaþings?
Eða var hún bara vegmóð utangarðs-
kona, víðast miður vel séð og víðast í
litlum metum? Þannig leyfir vanþekk-
ingin sér að spyrja, jafnvel þótt henni
kunni að vera gert rangt til, þessari
löngu horfnu konu, sem nú á enga skó
óslitna framar, en gróið í allar hennar
götur.
Við getum spurt, spurt og spurt. Við
fáum hvorki svör við slíkum spurning-
um né hinum, hverjar voru hugarhrær-
ingar yfirvaldanna, sem voru að afljúka
skyldum sínum við konunglega Maje-
stet þarna á Tindum vorbjartan hásum-
ardaginn og fullgera þessi „húsgangs-
manna samanskrif“.
Yfirvöldin klykktu út með að segja
aðra ei gist hafa sagða nótt í Reykhóla-
sveit. Eins var áréttað, að ei þættust
sveitanna búendur til annarra húsgangs-
manna sagt geta, þótt athugalega væri
eftir spurt.
Nú verður numið staðar með frásagnir
af þessari títt nefndu nótt fyrir páskadag
Anno Domini 1703. Lýkur þar að segja
frá fyrsta manntalinu í Reykhólasveit
og þeirri innsýn, sem það gefur inn í
liðna tíð.