Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1978, Síða 54

Andvari - 01.01.1978, Síða 54
52 THEODORE M. ANDERSSON ANDVARI segir svo m. a. við Glákus (Ilíonskv. XII, 326h28): „En nú standa yfir okkur ótölulegar valkyrjur dauðans, er eng'um dauðlegum manni er unnt að umflýja eða hjákomast. Förum því af stað; annaðhvort skal einhver vinna sér til ágætis á okkur eða við á einhverjum.*'1) Bera má yfirlýsingar af þessu tagi saman við enn styttri feigðaryrði ís- lenzkra fornsagna, en Hermann Pálsson hefur nýlega fjallað um það efni.2) Hetjuskapurinn getur verið fólginn einvörðungu í líkamlegu atgervi, svo sem þegar Skalla-Grímur kafaði forðum niður á hafsbotn eftir steini til að lýja við járn, „ok munu nú ekki meira hefja fjórir menn“ (Í.F. II, 78—79), eða þegar Grettir hóf stein þann furðumikinn, er síðan er kallaður Grettishaf (I.F. VII, 48), eða Gísli Súrsson tók „upp stein einn svá mikinn sem bjarg væri“ (Í.F. VI, 56). Þetta minnir á, þegar hetjur Hómers svo sem Díomedes (II. V, 302-04), Ajax (XII, 381-83), Hektor (XII, 447-49) eða Eneas (XX, 285—87) þrífa upp steina svo mikil björg, að ekki mundu þeim „tveir menn valdið hafa slíkir sem nú gefast.“ I báðum sagnaflokkunum eru menn eggjaðir til dáða á venjulegan og dálítið tilgerðan hátt. Hetjum er líkt af nokkurri gráglettni við konur (II. VIII, 161—66 og í Laxdæla sögu, I.F. V, 150), og skörp skil eru gerð milli vopnaviðskipta og ástarlota, svo sem í Ilíonskviðu XVII, 228 (Gangi því nú hver maður fram og fái annaðhvort bana eða fjör; því að svo er vant að fara í orustu [í atlotum orustunnar] - eða þegar menn bjuggust til bardaga á Stiklarstöðum og Þormóður flutti Húskarlahvöt sína, þar sem beitt er sama orðaleik: Vekka -yðr at víni né at víjs rúnum, heldr vekk yðr at hgrðum Hildar leiki. Merkilegastur er e. t. v. kafli í Ilíonskviðu (XIII, 275—86) áþekkur hin- um kostulegu klausum í Flateyjarbókartexta Fóstbræðra sögu um hræðslu og hugrekki: Því hinn huglausi skiptir litum ýmsa vega; hann hefir ekki stöðugleik í sér til að sitja kyrr, heldur kiknar hann í knjám og húkir báðum fótum á víxl. Hjartað berst mjög í brjósti hans, af því hann óttast bana sinn, og tennurnar nötra í honum. I Fóstbræðra sögu (127—28) segir svo m. a. frá Þorgeiri: „Eigi roðnaði hann, því at eigi rann honúm reiði í hQrund; eigi bliknaði hann, því at hon- um lagði eigi heipt í brjóst.“ Hjarta Þorgeirs berst ekki mjög í brjósti hans, !) Fylgt er Hómersþýðingum Sveinbjarnar Egilssonar í tilvitnunum til kviðnanna. Þýð. 2) ,,Um gæfumenn og ógæfu í íslenzkum fomsögum.“ Afmælisrit Bjöms Sigfússonar, Hvík 1975, 140. \ A
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.