Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1978, Page 58

Andvari - 01.01.1978, Page 58
56 THEODORE M. ANDERSSON ANDVARl ar sjást bezt, þar sem vikið er stuttlega að holundarsárum. Hómerskappinn fellur á kné hljóðandi, hinu svarta skýi, sem leggst yfir brár hans, er ætlað að sýna, hversu þyrmir yfir meðvitund kappans, og lýsingin á því, hvsrsu hann grípur fyrir iðrin, er þrungin sársauka eða skelfingu. Söguhetjurnar íslenzku standa hins vegar uppréttar, og til þeirra heyrist hvorki hósti né stuna. Erfitt er að segja t. a. m., hvernig líta eigi á það, er Gísli „sveipar at sér iðrunum ok skyrtunni ok bindr at fyrir neðan með reipinu", hvort vér eigum að kalla það hreystidáð, virðingarauka eða blátt áfram venjulegt handverk. Þótt í sögunum sé fjallað um hvers konar sársauka, er það eitt höfuðeinkenni þeirra, að varazt er að skýrgreina hann nánara. Hómer hikar ekki við að lýsa sársaukanum, hvort heldur hann er líkamleg kvöl, hugarkvíði, þrá, samvizkubit, harmastríð eða ástarraun í hinum ýmsu myndum eftir því, hver í hlut á: móðir, bróðir, eiginmaður, eiginkona, elsk- endur. Hómer kafar af ásettu ráði í sálardjúpið. Hann vill vekja tilfinningar, sem koma áheyrendum hans kunnuglega fyrir. Hversu fjarlægir og upphafnir sem kappar Hómers eru, eru þeir og hlýðendur kvæða hans bræður inn við beinið, og gengið er að því vísu, að róttækar breytingar hafi ekki orðið á mannlegum aðstæðum. Sagnahöfundunum virðist hins vegar vera mest í mun að fría hetjur sínar öllum mannlegum veikleika. Svo að nefnt sé gleggsta dæmið, vekur það óþægilega furðu manns, hve ástir manna í sum- um fornsagnanna fara út um þúfur. Ástir Kjartans, Kormáks og Gunn- laugs eru að nokkru ekki endurgoldnar og snúast öðrum þræði í beran fjandskap. f Fóstbræðrasögu virðist Þorgeir njóta sérstakrar hylli hjá höfundinum, af því að hann ratar þar ekki í neinar ástarraunir. Kaflinn úr Fóstbræðrasögu hér að ofan sýnir oss annan flöt á ofurmann- legri framkomu Þorgeirs. Hann hangir þar utan í bjargi, en er ráðinn í að láta ekki vita, hve nauðuglega hann er staddur: „ok vildi þó með engu móti kalla á Þormóð sér til bjargar“. Þessi athugasemd höfundar er athyglis- verð, af því að hún sýnir berlega, að verið er að bæla eitthvað. Það sem vakir fyrst og fremst fyrir Þorgeiri er að einbeita sér að því að vera hetja, og honum tekst það, þegar hann svarar spurningu Þormóðs „með óskelfri rQddu ok óttalausu brjósti“. Tilgangurinn er að koma þannig fram, að engrar geðshræringar verði vart. Þessi afstaða er jafnframandi Hómer og hún er dæmigerð um sögurnar. Frásögnin af Odysseifi, þar sem hann hangir yfir Karybdísi, sýnir þetta einkar vel. Hann hangir ekki þarna, eins og ekkert hafi í skorizt, heldur vinnur allt til að halda blessaðri líftórunni, skoðar tréð vandlega, hvort hann sjái þar nokkurn útveg. Fyrir honum vakir það eitt að bjarga lífi sínu, ekki að taka sig sem bezt út. öll frásögnin er satt að segja gamansamleg; hún er> þegar aftur er horft, skemmtilegt atvik, er Odysseifur segir af sjálfum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.