Andvari - 01.01.1978, Side 60
58
THEODORE M. ANDERSSON
ANDVARI
því að honum dettur ekki í svipinn neitt annað betra í hug. Mestu máli
skiptir, að Hektor er ekki að brynja sig upp sem hetja, heldur reynir hann
að sefa harm Andrómökku. Það sem hann bæði gerir og segir í þessu skyni
er meira virði en allt feigðartal.
Aldrei mundi söguhöfundi detta í hug að tala um Andrómökku eins og
hér er gert, þegar segir, að Hektor léti son sinn í fang sinnar „kæru konu“,
og þá mundi það á mælikvarða sagnanna ekki síður þykja næstum sjúkleg
viðkvæmni, þegar Andrómakka er látin hlæja með tárin í augunum, en í
því felst í senn gleði hennar yfir drengnum og kvíði vegna eiginmannsins,
blandin geðshræring, þar sem barnið er henni annars vegar sárabót í yfir-
vofandi missi, en gerir hann þó jafnframt enn sárari. f orðum Hektors fer
saman nærgætni hans og væg áminning um þá kvöð, sem skyldan leggur
á mann, en þessu blandast svo e. t. v. ótti um, að Andrómakka kunni að
láta bugast, og bezta ráðið til að styrkja hana sé að fá henni ærið að starfa
heima fyrir. Þótt ekki sé kveðið nákvæmlega upp úr um áhyggjur þeirra,
leikur enginn vafi á, að þau skilja hvort annað. Þau tala eina og sömu
tungu, og þar fer ekkert á milli mála.
I íslenzkum fornsögum fer svo að jafnaði um elskendur, þegar þeir kveðj-
ast, að þeir ná alls ekki sambandi. Hektor neitar ekki, að honum sé háski
búinn, en í Hávarðar sögu gerir Ólafur markvisst lítið úr þeirri hættu,
sem við blasir. Hann er allur með hugann við vígstöðu sína, en bregzt
Sigríði og lætur sig engu skipta áhyggjur hennar. Því fastar sem hún knýr
á, því meir snýst allt um hetjuskap hans sjálfs, hann er sem dáleiddur í
þeirri afstöðu, sem hann hefur tekið, og það svo, að henni finnst sem hún
verði að standa með honum í þessu og dást að ungæðishreysti hans.
Sá vandi, sem henni verður á höndum, missi hún hann, hvarflar ekki
að honum, þar kemst ekki annað að en tilhugsunin um að æðrast hvergi.
Skilnaður Helga og Tófu Hlíðarsólar er ekki alveg eins kuldalegur, en
stuttaralegri. Hvorugt þeirra segir nokkuð, en Tófa grætur, og kemur það
ekki lítið flatt upp á þrautreyndan sögulesanda. Hvernig tekur nú Helgi
þessu óvænta sjónarspili? Hektor klappar konu sinni og kann að haga orð-
um, þegar hann telur í hana kjark og leggur á ráðin um, hvað henni sé
fyrir beztu. Helga hugkvæmist hins vegar ekkert annað en gefa Sigríði
gott belti og hníf.
Hómer er oss meira að skapi, og orti hann þó kvæði sín tveimur þúsund-
um ára fyrr en sögurnar voru ritaðar. Fornsagnakapparnir vilja naumast
kannast við það líf, sem hetjur Hómers lifa, og þar sem vér teljum, að slík
afneitun fái ekki staðizt, og oss því næst að halda, að tilraun í þá átt leiði
til afstöðu, sem á séu dauðamörk, er eins víst, að oss f.alli betur hetjuandi
Hómers, hann veki með oss sterkari enduróm, þótt fenginn sé með veikari
áslætti. Finnbogi Guðmundsson þýddi.